Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 18
230 ÆGIR fengu bátarnir alt að 48 smálestir, lúðan gekk á eftir átunni og fór svo hratt yfir, að stundum var mjög lítið. Beztu veiðidagana höfðum við á Banangrunninu og litla Hei- lagfiskigrunninu fyrri hluta ágústmánaðar, síðan færðum við okkur á Viktoriugrunnið, og var þar allgóð veiði. Fyrri hluta septem- ember héldum við okkur á stóra og Iitla Hei- lagfiskigrunni, en þá var veiðin að hætta, enda fór veðrið að spillast þegar kom fram i september. Fanst ykkur þið koma of seint? Við mundum hafa fiskað meira hefðum við komið fyrri, þvi „Ameta“, sem var kom- in á undan okkur, hafði þá veitt vel. „Helder“ tafðist um 3 vikur áður hann komst á stað. Komuð þið á land í Grænlandi? í september fórum við inn til Holsten- borg, þvi við höfðum fengið kolafarm frá Englandi og fengum leyfi til að fara inn á höfn meðan við vorum að losa kolin milli skipanna. Hverslags fisk fenguð þið helzt? Aðalveiðin var lúða og þorskur, sömu- Ieiðis var töluvert af stórum steinbit, af öðrum fiski fékst hérumbil ekkert. Eg verð að taka það fram, að útgerð okkar var ekki gerð til að mæta vondu veðri, og að hún lukkaðist svona vel, má eingöngu þakka hinu eindæma góða veðri, sem var við Grænland seinni part sumars- ins, við höfðum vikum saman sólskin og logn og sjórinn var eins sléttur eins og i lokaðri höfn, enda var okkur sagt í Hol- stenborg, að þetta væri óminnilega gott sum- ar. Hefði veðrið í sumar verið eins og það var í fyrra hefði árangurinn orðið annar. Hvernig reyndust mótordorýurnar? Vélarnar reyndust allvel, nema að þær sótuðu töluvert fyrst framan af, en það var vist aðalega að kenna lélegri áburðar- oliu, en ég álit að mótordorýur séu ekki eins góðir sjóbátar í vondu eins og þær voru áður, það þarf að breyta laginu á þeim þegar vélar eru settar í þær. Urðuð þið fyrir nokkru óhappi? „Á „Helder“ urðum við ekki fyrir neinu óhappi en „Ameta“ misti út einn mann, en loftskeytamaðurinn kastaði sér í sjóinn á eftir honum og hélt honum nokkurn tíma á floti, en varð svo að sleppa honum, svo að maðurinn var dauður þegar hann náð- ist“. Hvað haldið þér um árangurinn af ferð- inni ? „Það get ég ekki sagt um, en mér skild- ist á útgerðarmanni, að hann væri vel á- nægður, og eftir því sem nú gerist var hlut- ur fiskimanna allgóður. Útgerðin keypti fiskinn kominn um borð í „Helder* og varð aflinn í fersku ásigkomu- lagi ca. 760.000 króna virði, en auðvitað fékst mikið meira fvrir aflann þegar hann var kominn til Hull, en á það lagðist Iíka kostnaður 10 flutningaskipa, Nettó hlutur fiskimanna varð frá 1150—2350 krónur eftir því hvað hver „dorýa“ aflaði vel, og mun meðaltalið vera ca. 1400 kr. að frá- dregnu fæði“. Búist þið við að fara aftur að ári? „Það er ekki ómögulegl, þó álít ég að smábátafyrirkomulagið sé ekki sem heppi- legast". Fiskimennirnir sem við höfðum, sem að- allega voru frá Álasundi og Sunnmæri og nokkurir frá Norðmæri, voru flestir hraust- ir og duglegir menn“. Hvernig var botninn fyrir botnvörpu- veiðar? „Hann leit ekki út fyrir að vera góður, botnvörpungarnir, sem sóttu fiskinn gerðu tilraunir, sem mislukkuðust, þar að auki er ilt að fiska lúðu með botnvörpu". (Eftir Fiskeren). „Ameta“, sem getið er um i greininni var gufuskip, sem stóð í sambandi við

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.