Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 20
232 ÆGIR viðri á hverjum degi og grimdarfrost til skams tíma. — En fullvissir þekjast menn um, að mikil síld sé hér í firðinum, einung- is að hún náist; það mundi bæta hag marg- ra manna, sem nú hafa úr litlu að spila. Eg hefi ekki lokið ferðalögum mínum milli deildanna ennþá. Veldur því bæði sí- feld ótíð og svo hitt, að menn hafa verið og eru enn alment á fiskiflutningum hvenær sem veður leyfir, og því ekki unt að ná mönnum í verstöðvunum saman á fundi, fyr en þeim önnum er lokið og allir komnir í kyrð og næði. Eg geymi því næstu skýrslu frásögn af ferðum mínum öllum i heild, og sendi Fiskifélaginu þá um leið hin venjulegu plögg og skýrslu við lok ársins. Svalbarðseyri 6. nóv. 1926. Páll Halldórsson. Hvað stjörnufræðingar fræða oss um Sólin „Vega“ í Lýrunni. Þvermál hennar er 1,730,000 enskar mílur. Hinn 3. júlí s. 1. var fjarlægð sólar okkar frá jörðu 94,451,000 enskar mílur en um nýjár 1. janúar 1927 verðum’ við jarðax'- búar 3 milljónum mílna nær henni. Vega er með björtustu stjörnum á norðurhveli himinsins og eftir hinum nýjustu mæling- um er hún 1,708,200 sinnum lengra burtu • frá oss, en vor eigin sól, eða um 149,500,000 kílometrar X 1,708,200. Sólin með öllum plánetunum stefnir á Vega og nálgast hana. Er sá hraði 734,400 enskar mílur á hverjum sólarhring eða 13 mílur á sekúndu. En á sama tima er Vega, með þeim stjörnum, sem henni tilheyra í undanhaldi frá oss, en þó eigi með meiri hraða en 4y2 milu á sekúndu, svo verði eng- in breyting á ferðalagi því, fer svo að lok- um að sólkerfi okkar nær sólkerfi Vega og hvað þá'? Raunverulega nálgumst við því Vega með 8% milu hraða á sekúndu. Fyrir 13500 árum var Vega pólstjarna á norðurhveli himins og um sama leyti var hin mikla stjarna Canopus, suðurpól- stjarna. Eftir 12000 ár verða þessar sömu stjörn- ur aftur pólstjörnur. Hitinn á yfirborði Vega er rúmlega helmingi meiri en hiti á yfirborði sólar og er hún því meðal hinna heitustu stjarna. Helíum sólirnar í Orion eru heit- astar allra sóla, eftir því sem menn þykj- ast vita. fsfiskssala. Þessir togarar hafa landi undanfarið: selt afla sinn í Eng- Jupiter 18./10. fyrir £ 1616 Ólafur l./ll. — £ 1190 Belgaum 19./10. — £ 2322 Skallagrímur 20./10. — £ 1779 Draupnir 11./10. — £ 828 Snorri goði 4./11. — £ 1016 Eiríkur rauði 19./10. — £ 1147 Leiknir 14./10. — £ 1860 — u./n. — £ 1080 Gyllir 22./10. — £ 2074 Þórólfur 25./10. — £ 1857 Gulltoppur 28./10. — £ 1311 Skúli 9./11. — £ 1310 Hávarður ísfirðingur 10./11. — £ 1066 Egill Skallagrímsson ll./ll. — £ 1300 £ 21.756 Áður birt frá siðara misseri 1926: £ 13.898 Samtals £ 35.654 Gengi 1 £ — 22.15 ísl. krónur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.