Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 10
222 ÆGIR eyjafiskur, sem þegar er búið að kaupa, og meðan svo er, hlýtur hann að gera sitt til að halda verðinu niðri. Og í annan stað er það, að búast má við að ef ekki tekst að selja hitt, sem óselt er í Færeyjum nú, þá muni sá fiskur fyr eða síðar verða sendur á markaðinn í umboðssölu og get- ur það orðið jafnvel enn hættulegra. Yfir- leitt getur mikið oltið á því, hvernig þess- um fiski verður disponerað, ef einhver ráð væru til að varna því, að hann yrði sendur í umboðssölu eða seldur fvrir lágt verð, væri mikið unnið, og þá ef til vill von um, að úr fari að rakna um verð á islenskum fiski. Valencia: Þangað er nú farinn að ber- ast fyrir nokkru fyrsti nýi fiskurinn frá Labrador, og er þegar komið talsvert af honum á markaðinn og kvað mikið vera væntanlegt til viðbótar á næstunni. Mark- aðsverð fyrir þennan nýverkaða fisk hefir verið alt upp í 70 pes. pr. 50 kg., enda er sagt að sá fiskurinn, sem kominn er frá Labrador, hafi verið óvenjulega fallegur og góð vara. A sama tíma hefir nýr íslensk- ur Labrador style („Islandicta") verið seldur á ca. 64 pes., og er það nýtt, að verðið sé lægra á „Islandicta" en á egta Labrador. En öllum fréttum ber saman um, að aflabrögðin þar vestra hafi verið með lélegasta móti, og er sagt að exportörar þar hugsi sér að heimta hátt verð í áx‘, eða háa fyrirframgreiðslu, ef um umboðs- sölu er að ræða, hver sem reyndin kann nú að verða i því efni. Mér er ókunnugt um livort þessi Labradorfiskur, sem kom- inn er á markaðinn, hefir verið seldur i umboðssölu, eða seldur í fastan reikning, en nær er mér að halda, að hann muni liafa verið seldur fast, eða svo er sagt að sé uxn þann fisk, sem kominn er þaðan að vestan til Alicante og er sagt að hann sé kevptur fyrir 27/— til 28/— Shillings. Þess er vert að geta, að sú nýlunda er orð- in, að komið hefir verið á föstum gufu- skipaferðum milli Newfoundlands og Mið- jarðai’hafslandanna og er ætlast til að þeim ferðunx verði haldið uppi með 4 skipum að minsta kosti nú yfir haustmánuðina eða eitthvað fram á veturinn. Mætti þetta verða áminning fyrir okkur og víst hafa þeir New- foundlandamenn ekki betri afstöðu eða frekar ástæðu til að halda uppi slíkum ferðum en við. Hér er þó sýnilega aðeins um tilraun að ræða í þetta sinn, en það má verða fróðlegt fyrir okkur að sjá, hvernig þeim þykir slík tilraun gefast og hvað um það kann að verða i fx-amtíðinni. Genova: Sala hefir gengið þar mjög greið- lega upp á síðkastið og eftirspurnin farið vaxandi. Samt hefir markaðsverðið á La- brador style ýfið lækkað í lírum og er nú, þegar þetta er skrifað 400 líra pr. 100 kg. á móts við 420 líra fyrir h. u. b. hálfum mán- uði síðan. En á sama tima hefir gengi líra hækkað enn talsvert og í enskri mynt svar- ar því þetta verð, þó lægra sé i lírum h. u. b. til þess sama og áður var, eða h. u. b. 29/— cif. ágóðalaust. Sama er að segja um fullverkaðan smá- fisk. Verðið á honum hefir lækkað nokkuð í lirum síðasta hálfan mánuðinn, var þá komið upp í 465 líra, en er nú 450 líra pr. 100 kg. En vegna gengishækkunarinnar er þó ekki uín raunverulega lækkun að ræða, heldur jafnvel frekar hækkun. Þetta verð, sem nú er á smáfiskinum mundi svara til ca. 33/6 cif. ágóðalaust pr. 50 kg. Portugal: Markaðurinn virðist vera á- frainhaldandi álitlegur þar, eftir skýrslum ræðismannanna að dæma, en þær skýrslur, sem ég hefi í höndum frá þeim, ná ekki lengra en til 25. f. m. Til Lissabon hefir innflutningurinn* í september verið kringum 3000 srnál., þar af ca. 1900 frá Noregi, sein komu fyrst i mán- uðinum, eins og getið er um i síðustu skýrslu minni, og ca. 1000 smál. af portú-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.