Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 22
234 ÆGIR blöðum, að það væri hættugripur og er það fremur kuldalegt gagnvart ættingjum, vinum og venslamönnum þeirra, er á skip- inu eru, að geta ekki beðið með þær sögur, þangað til slys hefir orðið eða skipið er komið fram, einkum þegar ekki er betur fylgst með ferðum þessa „hættugrips“ en svo, að blöð hér í bæ skýra frá hinn 27. nóvember, „að skipið sé komið til Kaup- mannahafnar fyrir 3—4 dögum og, að ferðin hafi gengið vel“. Skipið fór til eftirlits i „Flydedokken“ eins og aetlast var til frá upphafi. Álit Ameríkumanna á ísl. fiski. í injög merku amerísku tímariti „New- foundland Trade Review“ frá 23. október stóð eftirfarandi grein: „Vertíðin hjá okkur er nú að enda og sjómennirnir húnir að setja báta sína á land, og eru að ganga frá öllu áður en vet- urinn sest að. Þeir hafa undanfarandi ver- ið mjög hepnir með veður, sem hefir mik- ið að segja viðvíkjandi fiskverkunni, og vér höfum séð mikið af fiski frá í ár, sem sýnir að mjög hefir verið vandað til verk- unarinnar, og' að fiskurinn er fallegri en hann hefir verið í mörg ár. Hinn mikli verðmunur, sem er á full- þurkuðum fiski og hinum linþurkaða La- bradorfiski, er þess valdandi að margir gera hvað þeir geta til að vinna Newfound- landsfiskinum það álit, sem hann áður hafði meðan að hann skaraði fram úr öðr- um fiski á heimsmarkaðinum. Okkur er sagt, að íslendingar séu að auka fram- leiðslu sína af linþurkuðum fiski, en minka árlega framleiðslu sína af fullþurk- uðum fiski, en þeir munu áður líður á löngu finna út, að þeir eru þar á rangri leið, því það er engin ástæða að vera að fylla markaðinn af vöru, sem lítil eftir- spurn er eftir, jafnvel með því óheyrilega lága verði sem liskurinn er nú boðinn fyr- ir, bæði á Spáni og Ítalíu. Margir eru á þeirri skoðun, að verðið muni fara lengra niður á Labradorfiski þegar fiskiflotinn sem enn er úti kemur heim, en það hefir heyrst að veiðin hjá þeim hafi verið treg, og þar að auki muni þeir ætla að fullþurka fisk sinn, til þess að fá hærra verð fyrir hann, svo að þaðan er ekki að óttast mikið framboð af linþurkuðum fiski sem lækki verðið. /í. B. Opnir mótorbátar. Grein sú, sem um báta þessa er á öðr- um stað í þessu tbl „Ægis“ þykir sumum ekki allskostar góð. Með því, sem þar er bent á, þykir mönnum sér of mikill kostn- aður gjör, hvað litreiðslu gámalla róðra- báta snertir, sem setja á í mótora; flothylki telja þeir taka of mikið rúm o. s. frv. Við þessu er ekkert að segja og menn eru að öllu leyti sjálfráðir í hverskonar fleytur þeir láta mótora, en vilji þeir vá- tryggja sig og skipverja sína, verða þeir að frainleggja skoðunagjörð á bát. Hún fæst aðeins með því móti að einhver af skoðunarmönnum ríkisins hafi skoðað bát- inn og telji hann í góðu standi til þess, sem hann er ætlaður til. Séu mótorar settir í opna báta eins og hverjum einum virðist kostnaðarminst og án eftirlits, getur svo farið eins og áður er á minnst, að skipa- skoðunarmanni lítist ekki á búnað er hann hefir framkvæmt skoðun og annað hvort fyrirbýður að nota bátinn eða skipar að taka úr honum mótorinn aftur og styrkja eitt og annað. Þá fer innsetningin að verða dýr. Menn verða að hafa það hugfast, að hjá

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.