Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1927, Page 5

Ægir - 01.07.1927, Page 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS. 20. árg. Reykjavík, Júlí 1927. Nr. 7. Hlífar, undirlög (Dunnage). í vor sem oftar hefur það viljað til, að skip, sem flutt hafa hingað vörur, hafa skilað nokkrum þeirra skemdum, einkum eru það skip, sem hjóða að flytja fyrir minna verð, en vanalegan taxta, skip, sem ekki vilja sigla hingað tóm, en er boðinn farmur héðan til útlanda með t. d. fisk eða lýsi o. s. frv. Það er freistandi fyrir þá, sem vörur vilja fá hingað til Iands að festa flutning með skipum, sem taka, segjum 22 krón- ur fyrir smálest, þegar önnur skip, sem hafa hingað áætlunarferðir taka 30—35 krónur. Þegar mikið er flutt, munar um minna en 8—13 krónur á flutningi hverr- ar smálestar. Vanalega eru það óþekkt skip, sem þessi kostakjör hjóða; þau standa í „Lloyds Registri" sem fyrsta flokks skip, máske þó 30—40 ára gömul og eftir því hlaupa menn. Svo er samið um flutning og er hingað kemur er meira og minna skemt af vætu, það kallað sviti og öllu reynt að lcenna mn nema leka. Mest verður vart við vætu á hotni farmrúmsins og er það mjög skilj- anlegt, þegar það kemur i ljós, að ekkert ei' lagt undir vörurnar, þær lagðar á heran skipsbotninn. Það má kalla þurt skip, þótt * því séu 1—2 þuinlungar al' sjó. Þegar skipið fer að velta, nær dælan elcki meiru ár skipinu, en það er nóg til þess að sjór getur gutlast gegnum garneringu og vætt vörur meira og minna. Á mótorskipum flýtur auk þess olía ofan á sjónum, eyk- ur skemdir og óloftið í farmrúmi, smit- ar vörur þótt þurrar séu. Þegar farm- gjaldið er svo ódýrt verða engin ráð til að kaupa spítur og brak í undirlög og skip- stjóri ber enga áhyrgð, því það stendur ekki i neinum hans samningum, að heimt- uð séu undirlög og hann kærir sig kollótt- ann. Þeir, sem vörur flytja hingað til lands, ivitu ávalt að heimta það er þeir gera samning um vöruflutning, að undirlög og hlífar séu sem venja er til. Úr handhók þeirri fyrir sjómenn, sem ég gaf út 1925 og mesta stælan varð út af, hefi ég enn ekki selt eina línu í „Ægir“, en þar sem ég þessa daga hei'i lesið æfisögu „Jóns Indíafara“ á íslensku og sé að, að útgáfu hennar hafa starfað lærðir menn, þá er öllu óhætt með málið á handhókinni, og hirti ég hér kafla úr henni þeim til Ieiðheiningar, sem semja þurfa um vöruflutning hingað á óþekkt- um skipum, sem hjóða hann ódýrari en aðrir. En — séu það annáð en orðin tóm hjá þeim, sem álíta skilnað við Dani nauðsynlegan, þá verður ræðum og skrif- um í þá átt, að í'ylgja hvatning til lands- manna, að þeir allir styðji innlend fyrir- tæki, hverju nafni sem nefnist og hyrji þegar, ekki síst hvað siglingum viðkemur. I handbókinni, bls. 66 stendur svo: Undirlög eru einu nafni nefndir planka- hútar, brennikubbar, spítur og borð þau sem lögð eru á farmrúmagólfin til þess að halda farminum fríum fyrir ofan þau,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.