Ægir - 01.07.1927, Side 8
140
ÆG I R
andi, sem ennþá standa áfram í bókum
þess.
Það eru því vinsamleg tilmæli frá Fiski-
félaginu til stjórnar deildanna, að þær
sem allra fyrst láti í té greinilega skýrslu
yfir starf deildar sinnar síðastliðið ár,
sömuleiðis hverjir eru í stjórn deildarinn-
ar og meðlimatölu.
Kr. B.
Samkepnin um síldveiðarnar.
Norska blaðið ,.Fiskeren“ 22. júní telur
að þáttaka Norðmanna við síklveiðina í
ár verði að minsta kosti jafnmikil og í
fyrra, en þá var talið að ca. 160 norsk
skip tækju þátt í þeim veiðum.
Einkanlega segir blaðið, að þáttaka í
reknetaveiðunum verði mikil og séu
menn nú sem óðast að kaupa sér ný
net og veiðarfæri, því margir af þeim, sem
voru á reknetaveiðum við ísland í fyrra,
seldu íslendingum gömlu netin sín og fá
nú mj net fgrir samn verð og þeir seldu
þau gömlu, og er útkoman lijá þeim skip-
um mjög góð.
Þarna er fjármálastjórn íslensku út-
gerðarinnar rétt lýst, og er engin furða
þó að þess sé getið í útlendum blöðum,
en þetta er ekki neitt nýtt, heldur hefir
það átt sér stað langa lengi, að við kaup-
um gömul skip og veiðarfæri af iitlend-
ingum þegar þeir vilja fara að losna við
það, og þykir það ekki borga sig við-
haldsins vegna að nota það lengur, þá
finnast menn út á íslandi, sem halda sig
hafa hag al' þeim kaupum, og ekki er
furða þó að erfið verði hjá okkur sam-
kepnin við Norðmenn á síldarmarkaðin-
um, þegar við leggjuin þeim til ókeypis
veiðarfæri og stundum skipin líka.
Eg hei'i átt tal um þetta við íslensk-
an útgerðarmann og hélt hann því fram
að það kæmi í sama stað niður, því að
reknetin hjá okkur væru að mestu leyti
ónýt eftir eitt sumar, hvort að væri, þó
að þau væru keypt ný, og er það þá það
eina, sem réttlætt gæti slík viðskifti, ef
að okkar sjómenn eru svo miklir sóðar
með veiðarfærin, að þau entust ekki
nema litið af þeim tíma, sem samskon-
ar veiðarfæri endast hjá öðrum þjóðum.
Eg hefi áður minst á þetta atriði í
„Ægi“ að betri hirðing og meðferð á veið-
arfærum, einkum netum og nótum sé
nauðsynleg, ef að við eigum að keppa
við þær þjóðir, sem hafa margfalda end-
ingu á veiðarfærum sínum á móts við okk-
ur, og nú erum við búnir að fá svo
margra ára reynslu í síldveiði, að við ætt-
um að vera búnir að læra að fara vel
með veiðarfærin, ekki síður en að afla
veiðinnar.
Það væri æskilegt ef að slík viðskifti og
hér um getur gætu lagst niður, sem allra
fyrst, því þau geta aldrei orðið okkur til
neinna blessunar.
Iír. B.
Sala á óverkuðum saltfiski.
Margir selja fisk sinn upp úr salti, eiga
eigi kost á öðru og þurfa á peningum að
halda áður en komið gæti til mála, að
l'iskur þeirra sje fullverkaður, en þó ættu
allir, sem gætu að athuga, hvernig sú
sala í raun og veru er.
í þeim tilgangi eru eftirfarandi linur
ritaðar.
Setjum svo, að fiskimenn í veiðistöð,
komi sjer saman um að selja fisk sinn
í fjelagi, fullstaðinn úr salti og hann sje
að vigt 500 skp.; skippund reiknað á 500
pund og verðið 65 krónur, þá er allur
fiskurinn 32.500 króna virði. Setjum svo,
að fyrir fullverkaðan vertíðarfisk fáist