Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1927, Síða 13

Ægir - 01.07.1927, Síða 13
ÆGIR 145 andi. Eitthvað mun hafa bæst við þar af ekta Labrador í aprílmánuði, en ekki er mér kunnugt um hversu mikið né um það, hve miklar muni hafa verið birgð- irnar í mánaðarlokin. Genova: Eins og getið er um í síðustu skýrslu minni vorn birgðirnar þar taldar vera kringum 1500 smál. um mánaðamót- in mars og apríl. En í aprílmánuði bætt- ust þar við 2 farmar frá íslandi, með samtals ca. 475 smál. og enn fremur kom þangað kringum mánaðamótin mars og april farmur frá Newfoundland, með ca. 000 smál. af ekta Labrador (fyrra árs framleiðslu) og mun sá farmur hafa komið óseldur á markaðinn. Verðið fór ýfið lækkandi í lírum eftir föstuna og var fyrir helstu tegundir, sem hér segir: fullþur smáfiskur 310 líra, Labri 300, þveginn og pressaður fiskur 300, votfiskur 280 líra. Hélst þetta verð að mestu út mánuðinn, nema hvað þveg- inn og pressaður fiskur og votfiskur lækkuðu lítið eitl í verði. En jafnhliða þessari verðlækkun fór gengi lírans stór- hækkandi og hið raunverulega verð hef- u' því í verunni hækkað en ekki lækkað. Lissabon: Um mánaðamótin mars og apríl voru hirgðirnar þar taldar rúml. 1000 smálestir. Innflutningur var tiltölu- Iega lítill í aprílmánuði rúmlega 600 smá- lestir. En í apríl lok eru hirgðirnar laldar vera að eins rúml. 300 smál. og hefir salan eftir því numið ca. 1300 smál. ^ erðið var talið í mánaðarlokin vera hringum 190—230 ese. Oporto: Þar er salan talin hafa verið tæPar 1100 smál. í aprílmánuði og mest ai því eða kringum 1000 smál. norskur íiskur. (sign.) G. Egilson. Skýrsla um fiskmarkaðinn í maímánuði. Barcelona 18. júní 1927. Barcclona: Eins og getið er um í síð- ustu skýrslu minni, voru birgðirnar um mánaðamótin apríl—maí eftir áætlun minni kringum 1000 smál. Þetta kemur líka heim við framtalið til matvælanefnd- arinnar, því samkv. því vorn birgðirnar j)á 1091 smál. Hingað komu á markaðinn i maímán- uði aðeins einn farmur beint frá íslandi, með ca 800 smál., en auk þess kom hing- að töluvert af fiski í pökkuin, eitthvað 300 smál., umhlaðið yfir Hamborg, eða sam- tals í mánuðinum kringum 1100 smál í maimánaðarlok taldist mér að liirgðir mundu vera kringum 1200 smál., en sam- kv. framtali matvælanefndarinnar, sem mér barst i dag, hafa þær verið 1325 smál., og salan hefir eltir því numið kringum 875 smál. og mun það nærri sanni. Framan af maímánuði var verðið fyrir besta Norðurlandsfisk uppí 70 pes. pr. 40 kg. en Vestur- og Austurlandsfiskur kringuin 64 i>es., Faxaflóafiskur nr. 1 kringum 62, nr. 2 kringum 54 og milli- fiskur kringum 56—58. Þegar kom fram í miðjan mánuðinn tor verðið lækkandi og var gangverð á Faxaflóafiski nr. 1 kring- um 56—58, og verðið á „Libro“ fór líka lækkandi, þó bestu tegundirnar væru þá enn seldar á 64 pes. og jafnvel hærra. Kringum 20. maí kom fyrsti nýi fiskur- inn á markaðinn, en það var húsþurkað- ur fiskur og var hann seldur á 66—68 pes., um sama leyti fór enn niður verðið á gamla fiskinum og í maímánaðarlok var alment gangverð á Faxaflóafiski kringum 50—54 pes. fyrir nr.. 1 og á „Libro“ uppí 58—60 og þaðan af lægra.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.