Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1927, Side 15

Ægir - 01.07.1927, Side 15
ÆGI R 147 vegna þess að sama sem ekkert bættist við á markaðinn, gekk þó talsvert á birgð- irnar, sem ekki voru miklar fyrir, enda var talið, að þær væru mjög smávægi- legar i enda mánaðarins. Verðið hélst því nokkurnveginn líkt mestallan mánuð- inn, en þó frekar fallandi í Lírum. Hins- vegar heldur gengi Lirans enn áfram að hækka og verðfallið var ekki meira en svo, að það jafnaðisl h.u.b. upp af gengis- hækkuninni. Verðið á fullþurrum smáfiski var kringum 310—300 Lira pr. 100 kg., 300—280 L. fyrir Lahrador Style, 280—250 L. fyrir þveginn og pressaðan fisk, og litið eitt lægra fyrir venjulegan votlisk og kringum 250—240 fyrir egta Labrador. Lissabon: í aprillok reiknuðust birgðir þar kringum 340 smál., alt norskur fiskur. í maímánuði var innflutningur talinn hafa verið ca 1250 smál., þar af 1100 smál. af norskum fiski og rúml. 100 smál. af frakkneskum í'iski (Lavée). í maílok var markaðurinn sama sem uppseldur af fiski og neyslan í mánuðinum hefir því numið 1000—1700 smál. Verðið hefir farið hækkandi og var í maílok talið vera kringum 210—240 esc. pr. 00 kg., sem tilsvarar (ágóðalaust) ca 34— til 37/0 cif. pr. kg. og var talið frekar útlit fyrir hækkun en lækkun á þessu verði. Oporto: Salan var þar góð allan maí- mánuð og verð hækkandi. Talið er að selst hafi af Newfoundlandsfiski kringum 875 smál., af norskum kringum 730, ísl. kringum 200, frakkneskum ca 290 og þýskum ca 05 smál., eða samtals kring- nm 2100 smál. Verð inun hafa verið þar kringum 220—200 esc. fyrir norsk- nn fisk nr. 2 og 3. G. Egilson. Skýrsla erindreka Fiskfiélagsins á Austurlandi frá 1. jan. til 1. apríl 1927. Fyrsti ársf jórðungur þessa árs var fremur viðburðalítill hér á Austurlandi, að öðru leyti en því, að þá eru menn að gera báta og vélar vel nothæft fyrir ver- tiðina. Yfirleitt voru menn heldur daufir og kviðu komandi tima, enda voru margir Iengi vel á báðum áttum um hvað gera skyldi: hætta við útgerð og láta skip og báta standa í nausti, eða þá að gera út til fiskjar. Þó varð það úr að útgerðarmenn héldu út bátum sínum og ósjálfráð sam- tök urðu því valdandi að sjómenn voru alment ráðnir uppá hlut í aflanum, sem kynni að fást. Jeg hefi hugsað mér að rannsaka og safna skýrslu um ráðnings- kjör sjómanna yfirleitt hér eystra á þessu ári og mun ég senda vður hana eins fljótt og auðið verður. Vertíð hyrjaði í byrjuð- um mars á Hornafirði og Djúpavogi og var ágætisafli út allan þann mánuð, sér- staklega á Hornafirði. Á Hornafirði héldu til 23 mótorbátar og á Djúpavogi 12 mót- orbátar dekkaðir og 15 opnir, og eru það mun fleiri bátar en áður hafa þar verið. Fiskverð var injög gott á Hornafirði, þvi að þar var stórfiskur keyptur á 0.30 aura kílóið gegn peningaborgun og 0.37 aura gegn borgun í vörum, úr salti. Þetta má heita mjög gott verð fyrir útgerðarmenn, þegar tillit er tekið til þess, hve dauft er með verð á þurl'iski. Verð á smáfiski var 0.20 aura fyrir kílóið og 24 aura hlut- fallslega. Lifrarverð var 12 aura líterinn. Eitt gufuskip (,,Sæfarinn“) stundaði netaveiðar suður við Hornafjörð í mars og fékk í þeim mánuði 130 skpd. af þorski. Loðna gekk mikil inn í Hornafjörð strax um miðjan mars og hélst þar lengi,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.