Ægir - 01.07.1927, Blaðsíða 16
148
ÆGIR
veiddist til beitu svo að segja stöðugt út
alla vertíðina.
Eins og sést á aflaskýrslunum þá hefir
komið á land meiri afli á þessu tímabili
en í fyrra, sem er að þakka ágætis gæft-
um síðari hluta marsmánaðar. Fleira er
ekki að segja um þenna ársfjórðunginn.
Virðingarfylst.
Herm. Þorsteinsson.
Aðalfundur
✓
Eimskipafélags Islands.
Aðalfundur Eimskipafélagsins var hald-
inn 25. júní siðast liðinn í Reykjavík.
Fonnaður félagsins, Eggert Claessen,
hankastjóri, lagði fram skýrslu um hag
félagsins og framkvæmdir á síðast liðnu
ári og ástand og horfur á næsta ári.
Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins.
Ýinsir erfiðleikar hafa rnætt félaginu á
síðast liðnu ári. Það varð að lækka farm-
gjöld og fargjöld með skipum sínum frá
1. jan. 1926. Svo var kolaverkfallið. Á
meðan það stóð varð félagið að kaupa
kol til skipanna í Þýskalandi og Dan-
mörku o gsvo hér. Voru þau kol miklu
dýrari en venjulegt er.
Reksturkostnaður af Goðafossi og Gull-
fossi hefir numið kr. 93.496.55, en á
rekstri Lagarfoss hefir orðið tap, er
nemur kr. 22.404.67. Þetta tap stafar af
hinu háa verði, sem var á kolum á með-
an verkfallið stóð. Reksturshagnaður-
inn hefir þvi að eins verið kr. 71091.88.
Er hann því tæpum kr. 374 þús. minni
en síðast liðið ár.
Þrátt fyrir jiað, þótt hagnaðurinn yrði
ekki meiri i ár en þetta, lítur félags-
stjórnin svo á, að ekkert sé að óttast um
afkomu félagsins í framtíðinni.
Þeir, sem ganga áttu úr félagsstjórn-
inni að þessu sinni, voru allir endur-
kosnir. Það voru þeir: Hallgrímur Bene-
diktsson, Pétur A. Ólafsson konsúll og
Halldór Kr. Þorsteinson.
Endurskoðandinn, sem úr gekk, Þórð-
ur Sveinsson bankaritari, var einnig end-
urkosinn.
Síldveiðin.
Síðan farið var að veiða síld í ár, hefir
veðrið verið hið ákjósanlegasta og afli
ágætur.
20. júlí skýrir frétt að norðan svo frá,
að landburður sé bæði vestan og norðan-
lands. Aðallega fá skipin síldina inn á
Húnaflóa, Skagafirði og við Skaga.
16. júlí var síldaraflinn þessi:
Ísafjarðarumdæmi .......... 15.117 hl.
Siglufjarðarumdæmi ........ 48.000 —
Akureyrarumdæmi ........... 18.000 —
Samtals 81.117 hl.
Alt bræðslusíld.
Gufuskipið „Hugo“.
Hinn 21. maí lagði danska gufuskipið
,,Hugo“ i haf frá Grænlandi og var full-
fermt af „Kryolit" frá námunum þar. Átti
skipið að sigla ineð farm þennan til
Danmerkur. En síðan það lét úr höfn hef-
ir ekkert til þess spurst. „Islands Falk“
kom til Grænlands um það leyti, sem
menn voru orðnir hræddir um skipið, og
var honum gefin fyrirskipun um að leita
að því. En sú leit bar ekki annan árangur
en, að „Islands Falk“ fann bát frá skipinu
og lík eins skipverja. Hefir skipið senni-
lega rekist á ís í vondu veðri, sokkið þar
bráðlega, og allir menn druknað.