Ægir - 01.07.1927, Síða 20
152
ÆG I R
hann vildi, að ég kæmi til sin, til þess
að útskýra fyrir sér, hvaða letur stæði
aftan á skipinu. Þar sem ég ekki enn var
farinn að athuga neitt nákvæmlega, fór ég
íneð honum og lásum við nafnið, málað
gult á bláum grunni:
„FELIX AF SANEFJORD.
KOM TIL JESUS“.
Steffensen skyldi ekkert hvað þetta ælti
að inerkja og ég ekki heldur og fórum
við inn í herbergi mitt og þangað kallaði
ég hásetann, sem ég áður hafði spurt, og
Steffensen fór að hlýða honum yfir; feng-
um við þetta útskýrt þannig, að skip-
stjórinn væri s’aan en (judelig Mand. Svo
fór Steffensen, en ekki leið á löngu áð-
ur en Hannes er kominn. Sá ég til hans,
að hann gekk rakleiðis aft.ur með skip-
inu og fór að lesa. Næstur kom Karl Nik-
ulásson, svo fleiri og má svo heita, að
þessa daga, sem við láum þarna væri ös
af kunningjum að lesa nafnið og viðbæt-
ir og varð ég feginn, þegar við loks kom-
umst á stað laugardaginn 5. júlí. Ekki
batnaði fæðið og seglin voru svo léleg, að
sigla varð með mestu varkárni; skipstjóri
sá um það, því herti vindinn nokkuð, var
hann kominn á þilfar — og þá var að
taka frá.
Sunnudaginn 13. júlí, vorum við að
hjagsa milli Gotlands og Ösel. Klukkan
ellefu f. h. átli að Iesa húslestur, og voru
allir mættir í káetu neina sá sem stýrði.
Skipstjóri byrjaði sönginn og var hjáróma
mjög, nógar voru sálmabækur og voru all-
ir að reyna að fylgja „þeim gamla“, í
söngnum. Guðspjallið var Jesús mettar
4000 manns. Lagði skipstjóri út af því og
talaði blaða eða bókarlaust. Hann var að
enda ræðuna er hann Ieit til mín og
sagði: „Við eigum að vera guði þakk-
látir fyrir alt og muna að þakka honum
fyrir hverja máltíð; jafnt pönnukökur og
graut sem dýrindis kræsingar — Amen“.
Þetta var sneið til mín. Svo var sung-
inn sálmur og guðsþjónustan var á enda.
Þá hað jeg alla staldra við og spurði
skipstjóra, hvort hann væri með þessum
litlu matvælum, sem hann hefði keypt til
ferðarinnar að æfa sig á að geta gjört
sama kraftaverkið og frelsarinn. Þvi
svaraði hann engu, en stundarfjórðungi
síðar, hað hann mig að tala við sig í
herbergi sitt. Þar vildi hann fá mig á
bæn með sjer eða hlýða á, meðan liann
bæði fyrir mjer, en jeg vildi livorugt.
Ljet hann mig þá vita, að jeg væri á
harðri ferð til hins neðsta, kvaðst segja
mjer það sem vinur. í Kotka tókum við
tiinburfarm til Nakskov í Danmörku.
Enga geddu fengum við og fæðið var
mjölmatur, flesta daga og engin ráð til
annars. Einn sunnudag er við lágum í
Kotka, fórum við allir á land og vorum
við guðsþjónustu í samkomuhúsi sjó-
luanna. Að henni lokinni, var okkur hoð-
ið inn í stórt herbergi og drukkum við
þar kal'l'i, þar inni var gríðarstórt harm-
oníum og ljek ung stúlka á það. Prestur-
inn, sem var ungur og fallegur maður,
spurði okkur, hvort hann ætti ekki að
syngja fyrir okkur lag og þótti okkur
vænt um hoðið.
Hann söng svo, að jeg hef engan heyrt
syngja oins vel, hvorki fyr nje síðar og
U' það sú eina fagra endurminning frá
þessari ferð. Kjöt var keypt i Kotka, af
skornum skamti þó, en jarðepli engin,
en þau kvaðst skipstjórinn kaupa á
Borgundarhólmi, en þar áttum við alls
eigi að koma við. Sagðist hann vanur að
kaupa grænmeti þar.
Svo var haldið á stað með mjöhnatinn
og seglatuskurnar og 6 döguin síðar fór-
uin við fram hjá Borgundarhólmi í hvössu
veðri, sem var ágæt afsökun til að kaupa
ekki jarðepli. Skipstjórinn var farinn að