Ægir - 01.07.1927, Page 21
Æ G I R
153
fara sjálf'ur upp á rárnar þegar segl voru
tekin saman til þess að líta eftir (að hann
sagði), að vaiiega væri tekið á þeini.
Eins og annað á skipi þessu, voru sjó-
kort mestu ræflar og Austursjávarkortið
ekki nein fyrirmynd; var það blettótt
mjög, gamalt og að öllu óáreiðanlegt.
Eftir þessu korti vorum við að slaga í
Austursjónum, því vindur var genginn til.
Sami mjölmatur var á hverjum degi,
pönnukökur, grautur og' til að breyta
matarræði, var grautur hafður á undan og
pönnukökur á eftir, kryddað borðbæn og
áminningum um hve þakklátir við ættum
að vera fyrir kræsingar þessar.
Jeg var hættur að kvarta yfir matn-
um og orðinn leiður á siglingunni.
Kveldið 11. ágúst ventum við við „Sta-
her Huk“ á Femern og' stefndum á Hilli-
krog á Lálandi. Vindur norðlægur og ó-
stöðugur. Kl. 1 fór ég niður að líta í
kort og sje, að við stefnum á grynningu
í miðju Femernsundi (belti). Að vísu
vissi jeg', að þetta var skítaklessa, en jeg
hafði ástæðu til að venda skipinu, og
gat ávalt borið því við, að kortið hefði
hent á hættu. Ekki kom skipstjóri upp,
við sigldum vestur á bóginn, svo fór að
lygna og klukkan 4 um morgun sá skip-
stjóri aðfarir og varð hamslaus og jeg
eins, og skemtum við skipshöfninni lengi
með rifrildum, en þessi sigling mín á
vökunni kostaði okkur l'jóra daga, og
slóð mjer á sama, þótt lengur hefði ver-
ið. Ivortið gat hann ekki framlagt, þótt
hann feginn vildi svo var það til skamm-
ar. Laugardaskveld kl. 7, 16. ágúst, vörp-
uðum við akkeri milli Taars og' Nakskov
og lágum þar um nóttina. Til okkar kom
þar grjótflutningsbátur (Stenfisker). Hjá
honum fjekk skipstjóri 1 fötu af jarð-
eplum og varð þá gleði á „Felix“ og þeg-
ar settur upp pottur. Um kvöldið voru á
horð borin heit jarðepli, en jeg smakkaði
ekki á þeim, skipstjóra til mikillar undr-
unar, en jeg kvaðst heilsu minnar vegna
ekki þola svo sterka fæðu, eftir alt
mjölið.
Kl. 11 sunnudag 17. ágúst var skipið
komið á sinn stað i Nakskov og margir
komu út á það og' ekki leið á löngu, að
farið var að syngja í káetu, því þangað
hafði skipstjóri smalað mönnum til að
hlýða á sig. Eg fór niður í herhergi mitt,
skifti um föt og þvoði mér meðan „sá
gainli“ var að leggja út af guðsjallinu:
„Sá hinn daufi og málhalti“ (Mark. 7.)
Skundaði ég' síðan upp í bæ og' keypti
góða máltíð, sem var hin fyrsta síðan
26. júlí.
Daginn eftir fór ég alfarinn af þessu
skipi, en ekki vildi ég þó hafa misst af
ferðinni, því það eykur þekkingu að
kynnast aðferðum manna á ýmsum svið-
um og er skipstjóri L. sá eini yfirboðari
minn, sem hefur sparað mat og' alt, er fylgja
her skipi og á að vera gott, látið öðrum
liða illa, svo privat útgjöld yrðu sem
minnst, leikið heilagan guðs þjón og haft
hans orð um hönd sér til aðstoðar i
spekulationinni. Hásetar sögðu: „Han er
s’aan en gudelig' Mand“. Allir erum við
breiskir og enginn er gallalaus en í mínum
augum stendur hann sem ,,general“ þeirra
hræsnara, sem á mínum vegi hafa orðið.
Þess vegna minnist ég nú 25 ára afmælis
okkar viðskifta og um leið Steffensens,
Karls Nikulássonar og Hannesar Ó. Magn-
ússonar, sem fylgdu mér upp í þennan
prédikunarstól í skipsmynd..
Tvo daga var ég í Nakskov og hélt síð-
an suður að Austursjó og' dvaldi á Bötte-
gaard á Falstri hjá dönskum hónda, til 30.
ág. í besta yfirlæti, hafði ágætt fæði, sem
ekki veitti af. 1. sept. kom ég til Ivaup-
mannahafnar, hitti Steffensen og aðra
félaga og þá var öllum óþægindum á mín-
um sumarleiðangri gleymt.
1. júlí 1927.
Sveinbjörn Egilson.