Ægir - 01.07.1927, Side 22
154
ÆGIR
Jón Zoéga kaupmaður.
Hann lésL að heimili sínu, Bankastræti
14, þann 22. l'. m., eftir margra ára van-
heilsu. Rúinfastur hafði hann legið í nær
samfleytta 11 mánuði. Hann varð rúm-
lega 43 ára að aldri, fæddur 19. ágúst
1883. Foreldrar hans voru Guðrún og
Jóhannes Zoéga. Er faðir hans látinn fyr-
ir nokkrum árum, en móðir hans Iifir enn.
Jón heitinn var kvæntur Hönnu Sveins-
dóttur Sveinssonar snikkara og lifir hún
mann sinn.
Jón var fjörmaður hinn mesti og vask-
leikamaður, einarður og hreinskilinn,
greindur vel og laus við allar kreddur og
hleypidóma.
Bátur strandar.
Á föstudaginn 24. júní strandaði bát-
urinn „Sævaldur“ úr Ólafsfirði, skamt ut-
an við Ólafsfjörð, innanverðu Hvanndala-
bjargi. Var hann að koma úr fiskiróðri
með fullfermi. — Talsverð kvika var, þeg-
ar hann fór upp, og varð að ryðja öll-
um fiskinum. Öll veiðarfæri misti og bát-
urinn líka. Hann brotnaði einnig allmik-
ið strax. En skömmu eftir að hann fór
upp lægði hrimið, og var hann þá úr
mestu hættunni. „Fylla“ var stödd norð-
anlands og var hún fengin til að ná hon-
um, og tókst það. Fór hún með hann
til Akureyrar, allmikið brotinn, en þó
ekki svo, að vel er unt að gera
við hann. Eigendur bátsins eru þrír:
Ingvar Guðjónsson, Þorvaldur Friðfinns-
son og Magnús Ingiinundarson. — Bátar
í Ólafsfirði voru þá búnir að fá nokkuð
á annað hundrað skpd. og er það meiri
afli en nokkurntíma áður, siðan farið var
að reka þar vélabátaútveg.
Hræðilegt slys.
Um kl. 6 e. h. 4. júlí heyrðu bæjarbú-
ar sprengingu mikla utan frá ytri höfn.
Heyrðist hvellurinn um allan bæinn. Fólk
þusti niður að höfn til þess að fá að vita
hvað uin væri að vera.
Það vitnaðist brátt, að ofansjávar-
sprenging hefði orðið úti við flakið af
kolaskipinu „Inger Benedicte“.
í fyrra var tekið talsvert af kolum úr
flakinu. Undanfarnar vikur hefir verið að
því unnið að sprengja það með dyna-
mil. — Sprengingin gengur seint, því
leggja verður dynamit að mestu ofan á
það sem sprengt er.
Mennirnir sem vinna að sprengingu
þessari hafa haft bækistöð sina í skipinu
„Nora“. Þar eru áhöld geymd og sprengi-
efni til dagsins.
Niu menn voru alls þarna úti, en þrír
þeirra voru i „Nóru“. Sex unnu við spreng-
ingarnar. Kafari kemur sprengiefni fyrir i
hvert sinn. Að því loknu fer hann upp i
lcafarabátinn. Taug liggur frá sprengiefni
i kafarbátinn. Þegar hann er kom-
inn hæfilega langt frá sprengingarstað, er
kveikt í sprengiefninu, með því að hleypa
rafstraumi í taugina.
Oft kemur það fyrir að þessi sprengi-
útbúnaður verkar ekki eins og til er ætl-
ast, og það kom fyrir þarna hinn 4. júlí.
Sprengingamenn, sex, með kafaranum,
voru í kafarbátnum. „Nora“ var spölkorn
þaðan. — Þessir voru í bátnum: Árni
Lýðsson, verkstjóri, Þórður Stefánsson,