Ægir - 01.07.1927, Side 23
ÆGIR
155
kafari, Benedikt Sveinsson, Bjarni Ólafs-
son, Guðmundur Brynjólfsson og Andrés
Sveinbjörnsson. — Smábátur var aftan í
kafarbátnum.
Þegar sprengingin tókst ekki var sótt lít-
ið eitt af dynamiti (sex patrónur) í
„Noru“. Ætlaði kafarinn að fara með
þenna litla skamt niður að sprengistaðn-
um. Átti síðan að setja straum í þenna
litla skarnt svo sprenging kæmi í það,
sem fyrir var.
Þetta var í sjöunda sinni, sem kafar-
inn ætlaði að kafa þann dag.
Andrés Sveinbjörnsson var að undirbúa
það, að kafarinn færi niður í sjóinn.
Hann stóð fremstur í kafarabátnum. Hann
sneri sér frá þeim og var að aðgæta lcaf-
arataugina. í því ríður skotið af, særir og
drepur alla er í bátnum voru nema
Andrés. Hann komst í litla bátinn og náði
með aðstoð Guðmundar Brynjólfssonar,
sem fyrstur komst upp í hann, þeim
Þórði Stefánssyni, sem var mikið skadd-
aður í andliti og' höndum. Benedikt Sveins-
syni, sem var dáinn og allur sundurtætt-
ur og Bjarna Ólafssyni, sem hélt sér á
sundi, hroðalega særður.
Árni Lýðsson hélt í ár og sáu þeir
Andrés til hans stundarkorn, en svo sökk
hann og má telja víst að hann hafi verið
særður mjög.
Daginn eftir um nón andaðist Bjarni
Ólafsson á Landakostspítala. Þangað var
Þórður einnig fluttur og líður honum eft-
ir vonum, er þetta er ritað (7. júlí). Guð-
mundur Brynjólfsson særðist á kinn en
ekki hættulega.
Slysfarir.
24. júní féll maður, að nafni Hákon
Guðmundsson út af m.b. „ísleifi“ og sökk
samstundis. Var báturinn á leið út að Hest-
eyri í besta og bliðasta veðri. En enginn
kostur var að ná manninum.
Innflutningur á fiski til Spánar.
Samkv. hinum nýútkomnu spönsku op-
inberu verslunarskýrslum fyrir árið 1926,
hefir innflutningur á saltfiski til Spánar
numið 70.362.300 kg., á árinu, á móts við
70.363.000 kg. árið 1925, og 77.129.200 kg.
árið 1924. — Innflutningur árið 1926
skiftist niður eftir löndum, eins og hér
segir:
Frá Þýskalandi .............. 78.500 kg.
— Canada ............... 1.053.900 —
— Danmörk .............. 7.100.100 —
— Bandaríkjunum ........... 58.000 —
— Frakklandi ........... 4.818.300 —
— Hollandi ................ 33.600 —
— Bretlandi ............ 5.714.400 —
— íslandi ............. 24.197.200 —
— Noregi .............. 11.940.400 —
— Newfoundlandi ....... 15.367.900 —
Eins og af þessu má sjá, kemur h. u. b.
34%, eða rúml. þriðjungurinn frá Is-
landi, h. u. b. 17% frá Noregi, tæplega
22% frá Newfoundlandi, og kringum 27%
frá öðrum löndum.
Fiskifulltriiinn.
Skipið »Balholm« fundið.
Mönnum mun í fersku minni, að eim-
skipið „Balholm“ hvarf á leið frá Akur-
eyri til Reykjavíkur. Halda menn að
skipið hafi farist í ofsaroki 6.—7. des. s.
1. einhversstaðar fyrir Mýrum. Tvö lík
fundust næstu daga, á Hvalseyjum og
Ökrum; þótti þá sannað, að lilgáta manna
væri rétt.
Skipið var vátryggt í sjóvátryggingarfé-
laginu „Æolus“ í Noregi og er fram-
kvæmdastjóri A. V. Tulinius umboðsmað-
ur þess hér. Hann hefir gert ráðstafanir
til að komast að því, hvar skipið væri.