Ægir - 01.07.1927, Page 24
15fi
ÆGIR
Félagið „Æolus“ sendi því hingað
mann að nafni Larsen, sem fór Upp á
Mýrar og eftir tilvísun tnanna þar, sem
höfðu orðið varir við, að eitthvað stóð
upp úr sjó af skipi, ekki mjög langt frá
landi, rannsakaði hann hið sokkna skip,
og telur víst að þar sé „Balholm". Skipið
hel'ur brotnað á skeri, sem er rétt við
hlið þess og sjórinn svo fleygt því yfir
það, skipið sokkið þegar og eru um 8
metra dýpi um fjöru þar sem það er nú.
Skipið virðist mjög laskað og fram með
skeri því, sem innan við skipið er, er ekk-
ert annað að sjá en víra-flækjur og smá-
hrot.
Skipið er i norðnr af Þormóðsskeri og
vestur af Hjörsey.
Hinn 12. des. s. 1. barst sú fregn til
Reykjavíkur, að lik og bjargliringur,
merktur „BalhoIm“ og flak úr björgunar-
bát, hefði rekið að landi á Ökrum. Af
stað skipsins nú, má draga ýmsar álykt-
anir um ástæður til strandsins, en allar
verða þær ósannanlegar og er því ekki
farið út í það hér. — Um slysið má lesa
i „Ægi“ No. 12, 1920. — Skipið fanst 22.
júní.
Draugaskipið enn.
Morguninn 7. apríl s. 1. var hér mikið
talað um skip, sem sást kveldinu áður
sigla um höfnina samsíða „Skúla fógeta“.
Menn þóttust sjá stafina F. D. á bóg
þess (Fuglefjord), en svo hvarf skipið
og mynduðust af þessu ýmsar sögur,
birtar í hlöðum og í samtali manna á
milli og er óþarfi að rekja þær hér; var
ritstjóra „Ægis“ bent á, að vel ætti það
við, að saga þessi van-i hirt i timaritinu,
svo hún geymdist þar, en það fórst fyrir.
Eins og oft vill Verða er líkar sögur
eru sagðar, urðu aðstandendur fiski-
manna á Færeyjum órólegir, einkum á
Fuglafirði, og hélst sá órói þar til öll
skipin voru heim komin heilu og höldnu.
Hér er viðbót:
Kútter „Buttercup“, lá miðvikudaginn 6.
apríl s. I. við hafnarvirki í Reykjavík og
kl. 5 e. h. s. d. hélt skipið á stað til veiða;
knúði mótorinn það út höl'nina á leið til
hafs.
Þegar það var komið út að Gróttu,
tóku skipsmenn eftir, að gleymst hafði
í landi, eitthvað, sem þeir gátu ekki án
verið og sneru þeir þá við. Þeir urðu
samferða togara, og skýrir einn af skip-
verjum svo frá, að hvort sem það hafi
verið af því, að togarinn fór ekki fulla
ferð, eða, að vél kúttersins knúði hann
óvanalega vel, þá hafi þeir siglt hér um
hil samhliða. Á leiðinni milli eyja höfðu
þeir að eins uppi mezanseglið, en er
innar á höfnina kom, drógu þeir upp
stórseglið; um sama leyti fóru menn
i skipsbátinn og reru í land eftir því, sem
gleymst hafði en skipið hélt áfram inn
fyrir hafnaropið og' heið þar eftir bátn-
um í 10—15 mínútur og hélt síðan rak-
leiðis út á fiskiinið.
Þetta ferðalag „Buttercups“ Iikist mjög
ferðalagi draugaskipsins fræga.
Dagur og klukkustund er eins hjá
sögumönnum, ferðalag inn á liöfnina
verður líkt hjá háðum skipunum, að því
undanteknu að draugaskipið sást aldrei
fara út aftur.
Umdæmisbókstafir dularfulla skipsins
voru eftir sögn F. D. en á kútter „Butt-
ercup“ eru þeir T. N. (= Thorshavn, eig.
Evensen). Þar sem nú öllu öðru ber
saman í báðum frásögnum, er ekki ó-
líklegt, að sagan um draugaskipið sé til-