Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 9
ÆGIR 143 við að þú verðir mér, við nánari at- hugun, sammála um að takmörkin séu óskir kaupenda, en ekki ákveðinn hundraðshluti af vatni. Nú veistu það vel, að óskir kaupenda hafa, á seinni árum (að minsta kosti allstaðar þar sem kælirúm eru) farið i þá átt að fisk- urinn væri linþurkaðri en áður (þ. e.: að í honum væri meira af vatni) eða á þínu máli líklega: að fiskurinn væri „svikin vara“. Mér finst þessar óskir eðlilegar: Því linari sem fislcurinn er því ljúffengari er liann, og því meira heldur hann af upphaflegu bragði sínu og einkennum. Þess vegna hafá á síð- ustu tímum komið fram þurkstigsheiti, sem voru alveg óþekt fyrir nokkrum árum, eins og %, 3Á, hálfþurkun, pressufiskur o. s. frv. Þú kémur mér til að nefna atvik, i sambandi við þetta, sem ég hefði látið liggja milli hluta, ef þú hefðir ekki minst mín svona góðgjarnlega. Árið 1912 fór héðan lítil fisksending, sem líkaði ekki að öðru en því, að þurkstigið var talið ágætt, og þess ósk- að, að fiskurinn yrði ekki þurkaður meira framvegis. En þegar þessi fiskur fór, þá óttaðist ég einmitt að kvartað mundi undan því, að hann væri of lin- ur. Þetta reyndist alveg öfugt, og ég á- setti mér að verða við þessari ósk kaup- anda, þar sem hún líka hlaut að vera framleiðendum hagur. Ég bar þetta svo undir mann, sem réði mestu um þetta í þá daga, en hann tók því fjarri að linað væri á þurkinum og taldi það hættulegt. Ég gjörði samt sem áður til- raunir með þetta, og þær gáfust vel, siðan hélt ég áfram að láta fiskinn fara linþurkaðan, og stimplaði eftirfarandi klausu neðan við matsvottorðin, (sem þá voru á dönsku): Modtageren anmodes om at tilsende mig sin Udtagelse om Fiskepartiet. Vragerformanden. Ég fékk svo nokkrum sinnum umsögn kaupenda um fiskinn, og það var sam- eiginlegt í þessum umsögnum, að þurk- stigið líkaði vel. A þennan hátt varð svo til sérstakt þurkstig fyrir fisk á Austurlandi, sem hefur löngu seinna verið tekuð upp annars staðar og nefnt % þurkun. Nú vildi svo til, að á þess- um árum likaði Austfjarðafiskur svo vel, að fyrir hann fékst jafnan hæsta verð. Ég fullyrði ekki, að það hafi verið linri þurkun að þakka, eða „pækilfisk- inum“ en hvorutveggja var þó vel tek- ið, og satt að segja veit ég ekki hvaða yfirburði hann hafði að öðru leyti, fram yfir hið venjulega. En ég er ekki i vafa um að Austfirðingar græddu mik- ið bæði á „vatninu“ og hærra verði. Mig minnir að ekki væri farið að draga úr þurkuninni á Barcelonafiski annars staðar fyr en 1922, eftir för tveggja yfirfiskimatsmanna til Spánar, og það var þá gjört beinlínis eftir ósk kaup- enda þar. Ég er að segja þér frá þessu, til þess að þér skiljist að það getur stundum skift nokkru fyrir almenning að tekn- ar séu upp eða reyndar skynsamlegar nýungar, þó þær brjóti í bága við eldri venjur eða skoðanir. Og ég tók þetta dæmi af því það snerti dálítið sjálfan mig, og það sem þú deilir á mig fyrir, Enn þá ganga kröfur kaupenda í þá átt að fá fiskinn linþurkaðri. Nýlega er einhver helsti innflytjandinn í Barce- lona, farinn að leggja sig eftir % þur- um fiski, og hann hefur sagt mér að hann vildi helst ekki kaupa annan fisk þangað. Aðrir innflytjendur eru að talca upp sama hátt, og eitt firma i Sevilla álítur, að þessi fiskur geti útrýmt frönskum „lavé“ þar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.