Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 13
ÆGIR
147
Samþykk lög á Alþingi 1929.
Úr hafnarlögum
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.
1. gr.
Til hafnargerðar í HafnarfirÖi veit-
ast úr rikissjóði alt að 333000 — þrjú
hundruð þrjátíu og þrjú þúsund krónur
—- gegn tvöföldu fjárframlagi úr hafn-
arsjóði kaupstaðarins. Fjárhæð þessi
greiðist bæjarstjórn Hafnarfjarðar að
sömu tiltölu og hafnarsjóður leggur
fram til fyrirtækisins árlega.
2. gr.
Stjórnarráð íslands veitist heimild til
að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs alt
að 667 þús. króna lán, er bæjarstjórn
Hafnarfjarðar, kann að fá til hafnar-
gerðar.
Samþ. 6. maí 1929.
Lög
um lendingabætur í Þorlákshöfn.
1. gr.
Til lendingabóta i Þorlákshöfn skal
úr ríkissjóði veittur helmingur kostn-
aður, eftir áætlun, sem atvinnumála-
ráðuneytið hefur samþykkt, þegar fé er
til þess veitt i fjárlögum, allt að 80.000
kr., gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar
að. Fjárhæð þessi greiðist sýslunefnd
Árnessýslu að jafnri tiltölu og sýslu-
sjóður Árnessýslu leggur fram til lend-
ingabótanna.
2. gr.
Ríkisstjórninni veitist heimild til að
ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs allt að
80.000 kr. lán, er sýslusjóður Árnessýslu
kann að taka til lendingarbótanna.
Lánsábyrgðin skal bundin því skil-
yrði, að yfirumsjón verksins og reikn-
ingshald sé falið manni, er atvinnu-
málaráðuneytið samþykkir.
Samþykkt á Alþingi 18. maí 1929.
Lög
um hafnargerð á Skagaströnd.
1. gr.
Til hafnargerðar á Skagaströnd veit-
ist úr ríkissjóði % kostnaðar, þegar
fé er veitt til þess i fjárlögum, allt að
kr. 285.000 — tvö hundruð áttatiu og
fimm þúsund krónur — gegn því að
frá hafnarsjóði Skagastrandar komi %
kostnaðarins.
2. gr.
Ríkisstjórninni veitist lieimild til að
ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs alt að
kr. 320.000 — þrjú hundruð og tuttugu
þúsund króna — lán, er hafnarsjóður
Skagastrandar kann að fá til hafnar-
gerðar, gegn ábyrgð sýslunefndar Aust-
ur-Húnavatnssýslu.
Skal ábyrgð sýslunnar vera samþykkt
á tveim aðalfundum í röð, með minnst
% atkvæða allra sýslufundarmanna,
enda sé slik samþyklct eigi eldri en
tveggja ára, þá er ríkissjóðsábyrgðin
er veitt.
Tillagið úr rilcissjóði og ábyrgð rik-
isins er bundin því skilyrði, að yfirum-
sjón með verkinu og reikningshald sé
falið manni, sem stjórnarráðið sam-
þykkir.
Samþykkt á Alþingi 2. mai 1929.
Lög
um lendingar- og leiðarmerki
og viðhald þeirra.
1. gr.
Hreppsnefndir i hreppum, er að sjó