Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 5
ÆGIR 139 Aðalfundur Eimskipafélags íslands. Aðalfundur Eimskipafélagsins var haldinn laugardaginn 23. júní í Kaup- þingssalnum. Var fundurinn vel sóltur og umræður miklar. Var þar eins og vant er gerð grein fyrir starfsemi fé- lagsins undanfarið ár og reikningar lagðir fram. Hafði árið verið hagstætt fyrir félagið og varð hagnaður rúmar 500 þús. kr. Varð hagnaður af rekstri allra skipanna og skiftist liann þannig niður: Goðafoss 217395 kr., Gullfoss 133176 kr., Brúarfoss 125760 kr., Sel- foss 75705 kr. og Lagarfoss 47932 kr. Til afskrifta á eignum félagsins var varið 305703 kr. Eru þær nú bókfærðar þannig: Gullfoss 240 þús. kr., Goðafoss 915 þús. kr., Brúarfoss 950 þús. kr., Lagarfoss 220 þús. kr., Selfoss 120 þús. kr. og fasteignir 620 þús. kr. í varasjóð voru lagðar 148025 kr. og hluthafar fá 4%. Stjórnendur fá í ómakslaun 4500 kr., endurskoðendur 3600 kr. og 26222 kr. yfirfærðar til næsta árs. Samþykt var heimild fyrir stjórnina að láta byggja eða kaupa eitt eða tvö skip til viðbótar. Samkvæmt félagslögum fór fram stjórnarkosning. Cr stjórninni áttu að ganga Halld. Þorsteinsson, Hallgrímur Benediktsson og Pétur A. Ólafsson. Voru tveir þeir fyrtöldu endurkosnir, en i stað Péturs Ólafssonar var kosinn Jón Ásbjörnsson hrm. Af hálfu Vestur- tslendinga var endurkosinn Árni Egg- ertsson. Sú breyting verður á um næstu ára- mót, að E. Nielsen lætur af fram- kvæmdastjórn og fer þá burt héðan af landi, en verður áfram hjá félaginu í Khöfn. Hefir liann gengt framkvæmd- arstjórastarfinu frá því félagið tók til starfa og notið almennra vinsælda. Við starfi lians hér tekur Ól. Benjamíns- son kaupmaður. Á fundinum flutti framkvæmdastjóri E. Nielsen þessi kveðjuorð: Háttvirta samkoma! Með klökkum hug og hjarta kem ég nú fram til að kveðja aðalfund Eim- skipafélagsins, eftir næstum því 16 ára framkvæmdarstjórastarf, eða frá 1. apríl 1914. Allar vélar, sem mikið starfa, hljóta að slitna, en sá er munurinn á mönn- um og vélum, að hægt er að setja ný hjól í vélarnar, en slitið á mönnum verður ekki bætt. Heyrnin hefir nú bil- að mig, svo að ég get ekki lengur tekið þátt í ráðstefnum, og álít mig því ekki færan um að hafa á hendi fram- kvæmdastjórn fyrir Eimskipafélag Is- lands, sem hefir svo mikla þýðingu fyr- ir þjóðina. Félagið liefir vaxið hrað-, fara og er í blóma. Af eignum þess hefir verið afskrifað stórum. Gullfoss og Lagarfoss eru nú skuldlausir og Goðafoss verður skuldlaus 1931. Brúar- foss er kominn niður í 350 þús. kr. Sel- foss mun á þessu ári vinna sér inn eft- irstöðvar af kaupverði sinu. Og af hús- inu .er þegar afskrifaður rúmlega helm- ingur af byggingarkostnaði. — Virðist því sem félagið megi bera góða von til framtíðarinnar. Með óblandinni gleði lít ég yfir þessi síðast liðin 16 ár. Þetta hafa verið heillaár fyrir félagið og það hafa verið heillaár fyrir mig, hér á meðal hinnar íslensku þjóðar. Eg vil leyfa mér að færa aðalfundi Eimskipafélagsins þakkir fyrir þann velvilja, sem mér hefir ætíð verið sýnd- ur. Og hjartanlegar þakkir vil ég færa skrifstofustjórum félagsins fyrir það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.