Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 10
144 ÆOIR Þú hefir nú sennileg'a ekki munað eftir þessu, þegar þú skrifaðir nátt- tröllshugvekju þína um pækilsöltun. En þegar þú ert nú mintur á þetta, fer þig líklega að renna grun í, að það sé kannske fullmikið sagt, að saltfiskur sé „svikin vara“, ef i honum er meira vatn, en þú áttir að venjast i ungdæmi þínu. Eða kanske þér þyki, samræm- isins vegna, réttara að álykta sem svo, að þessir Spánverjar séu óvenjulega vitlausir kaupmenn. Þú segist vona að ekki „komi til, að það verði pækilsaltað (= kassasaltað) nema þá á Austfjörðum, eins áður“, og þess vegna ætti það að vera mein- laust, þó ég minnist dálítið frekar á „pækilfiskinn“ austfirska, sem þú talar svo lilýlega um. Þessi fiskur er nú orðinn talsvert þektur, og eins og ég gat um fyr, hef ég aldrci vitað kvartað undan lionum erlendis, en lionum hefur oft verið hrósað. Ég skal t. d. geta þess að árið 1921 varð firmað Nathan & Olsen fyrir þvi að kaupa talsvert af slíkum fiski hér, og mig minnir að Fenger stórkaup- maður væri viðstaddur þegar fiskinum var skipað upp í Barcelona, og þætti f-iskur þessi bera af öðrum þá. Annars var það hr. Fenger sem óskaði þess að ég mótmælti því, að yfirburðir sem pækilsaltaður Austfjarðarfiskur virtist hafa, væri eyðilagður vegna misskiln- ings, eins og ég gat um í fyrri grein minni í vetur. Og til frekari áréttingar ætla ég með leyfi hans, að birta hér kafla úr bréfi frá honum dags. 21. maí 1922: ........Gunnar Egilson gaf mér þær upplýsingar, að menn hafðu fundið að einhver fallegasti fiskurinn, sem kom í fyrra, hafi verið pækilsaltaður, og við að rannsaka málið nánar, komst ég að þeirri niðurstöðu, að þessi fiskur hafi verið frá Austfjörðum. Svo sem yður er kunnugt, hefur Katalonia altaf tekið ísafjarðarfisk fram yfir annan, en þar sem sá fiskur virðist nú fara að verða smærri en áð- ur, jafnframt þvi að verkunin á Aust- fjarðarfiskinum er orðin talsvert betri, þá standa svo sakir nú að menn vilja engu síður fisk frá Austurlandi....... ..... Ef það er rétt, að besti fiskur- urinn (sá, sem Spánverjum likar best) sé einmitt pækilsaltaður, þá virðist mér að það muni verða til þess að spilla áliti Austfjarðarfiskins ef stjórn- in bannar pækilsöltun eða yfirmats- mönnum að gefa slíkum fiski vottorð. Ástæðan til þess að pækilsöltun hef- ur gefist miður vel annars staðar er að líkindum sú, að menn hafa látið fiskinn liggja of lengi í pæklinum, og sennilega heldur ekki pressað fisldnn“.......... Þetta var nú Fenger. Fleiri útflytj- endur hér, sem þekkja kassasaltaðan fisk frá Austurlandi hafa óskað að fá sem mest af honum. Copland tefur t. d. árlega fengið hreinræktaðan kassasalt- aðan fisk frá sama manni hér eystra, og hefur óskað þess við mig, að hann ætti kost á svo miklu, sem mögulegt væri, af honum. Þá skal ég geta þess, að nokkrir Barcelonakaupendur spurðu mig að því i vor hvort ekki væri hægt að fá meira af Austfjarðarfiski, sem væri salt- aður á sérstakan hátt, og vissi ég af lýs- ingunni að þeir áttu við kassasaltaðan fisk, og lofaði góðu um. Það er því al- veg rétt hjá þér, að það verður senni- lega „pækilsaltað“ eitthvað hér eystra, það er að segja, ef þú átt við það, sem ég kalla kassasöltun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.