Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1930, Page 6

Ægir - 01.07.1930, Page 6
152 ÆGIR system til að vara þá við varðskipinu og þess vegna fiski islenzkir togarar hálfu mcira en brezkir, og ýmsai hótanir eru liafðar i frammi gagnvart íslendingum. I tilefni af þessari grein liöfum við snúið oss til manns, sem er mjög kunn- ur islenzkum fiskiveiðum og sýnt lion- um greinina og heðiþ hann um að skýra okkur álit sitt, og hefir liann skrifað okkur á þessa leið: „Ég er liissa á því, að blað sem nýtur álits eftir því sem ég frekast liygg skuli hafa hirt slíka grein eins og þessa án athugasemdar. Það lítur lit fyrir að „Fishing News“ sé gjör ókunnug þess- um málum, senr liér ræðir um. Blaðið ætti að vita, að aðalatvinnuvegur ís- lendinga eru fiskveiðar og' að útlend l'iskiskip svo hundruðum skiftir togast á um hjörgina og taka fiskinn frá munn- inum á íbúum landsins, þessi skipagrúi iieldur sig ekki aðeins þétt við landhelg- istakmörkin lieldur alveg fast upp við land, eftir þvi sem kringumstæður leyfa, þannig að örfá prósent af lagahrotum þeirra verða upþvís á hinni löngu strand- línu svo að hægt verði að láta liina seku fá þá hegningu, sem lög mæla fyrir um. Enginn atvinnuvegur neins lands í heim- inum er jafnmikið ‘undirorpinn ásælni og átroðningi eins og atvinnuvegur ís- Jendinga, þar sem nærfelt allar þjóðir Európu, er stunda fiskviðar, safnast saman við strendur landsins einmitt til að ágirnast það sem er lífsviðurværi í- búanna, og það verður ekki liægt að krefjast þess, að íslendingar Iiorfi mcð ánægju á slíkar aðfarir. Það eru útlend- ingar sem sýna Islendingum yfirgang og ásælni, en ekki Iiið gagnstæða. Ef allar yfirtroðslur útlendra fiskimanna við ís- land væru daglega skráðar og prentað- ar í dálkum „Fishing News“, þá gæti blaðið ekki tekið á móti þeim, svo marg- ar væru þær og fyrirferðarmikJar. Það þyyfti að koma út í mörgum aukaútgáf- um. Þess gerist ekki þörf að skýra frek- ara frá framkomu margra hreskra fiski- irianna við ísland. Það er enn þá i fersku minni, þegar enskur togari sem fiskaði inn á fjörðum vestanlands —- alveg inn við kaupstað — hvolfdi bát sem sýslu- maðurinn var á (seinna ráðlierra Hann- es Hafstein) og drap hátshöfnina er flutti sýslumanninn. Eða þann athurð, þegar enskur togari tók sýslumanninn er var í embættiserindum og' flutti harin nauðugan til Englands. Það ru svo mörg dæmi til þess, að útlendir togarar hafa tekið og' látið greypar sópa um veiðar- færi Islendinga og það alveg upp við ströndina. Fleiri ár voru togarar, hæði hrezkir og annara þjóða, hlátt áfram landplága fjæir íslenzka hátfiskimenn, þar sem engin veiðarfæri gátu verið í friði fyrir þeim á beztu miðum lands- manna, og jafnvel þótt lögð væru alveg upp í landsteinum. Og svipað á sér stað ennþá og skeður livað eftir annað. Þannig kom það fyrir, fyrir nokkrum ár- um siðan, að Vestmannaeyingar mistu veiðarfæri fyrir um 5060 þúsund kr. á einni nóttu, sem tekin voru af enskuifi togurum. Að það eigi sér stað, að ís- lenzlcir mótorhátar kræki lóðum sínum í línur enskra fiskimanna og dragi þsei' upp, getur átt sér stað, en þar sem línur Iiinna ensku línuveiðaskipa ná oft yfir vegalengd, sem er margar milur á lengd og línuskipið ekki er sjáanlegt, þá mun í flestum tilfellum liinir islenzku mótor- hátar standa i þeirri meiningu, að það séu týndar línur, er þeir á þann hátt draga inn og finna. Otlendir fiskimenn hafa gert íslend- ingum mikið tjón, bæði beinlínis og ó- beinlínis, og eiga íslendingar því sízt skilið ósæmilegar ásakanir og liótanir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.