Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1930, Síða 8

Ægir - 01.07.1930, Síða 8
154 ÆGIR Skýrsla erindrekans í Norðlendingaí'jórðungi fyrir mánuðina apríl—júní 1930. Undanfarna mánuði hefi ég farið nokk- uð um nærliggjandi verstöðvar, og auk þess milli verstöðvanna við Skagafjörð og Húnaflóa, en læt austurliluta umdæmis- ins híða liaustsins. Lengst vestur á hóginn fór ég til Hvammstanga. Þegar ég var þar, seint í maímánuði, var ekkert farið að aflast. Þá dagana reri einn bátur þangað norður í svokallaða Polla, en varð sama og ekki fiskvar. Báturinn hafði silung að beitu, annað var ekki til, og má vera að beilan hafi valdið því, því á sama tíma voru togarar að staðaldri á veiðum þar úti í Flóanum. Á Hvammstanga má heita, að fiskiróðrar liafi verið liafðir sem auka- atvinna fram á síðustu ár, en heldur er nú að lifna vfir útgerð þar, og eru það opnu vélbátarnir, sem eíngöngu eru notaðir nú, eins og svo víða annarstaðar, ekki voru þeir nú nema 8 talsins samt, heimilis- fastir þar, en búist var við, að eitthvað mundi verða þar af aðkomuhátum á sumrin. Á þessum bátum, sem annars eru fremur stórir og vel útbúnir, eru 2—3 menn á liverjum. Að sjálfsögðu mætti fiska á og út af Miðfirði fram eftir öllu liausti, i mörgum árum, en þegar síldin hverfur þaðan, eru róðrarnir einnig úti, því frystihús kaupfélagsins á staðnum er teppt við kjötfrystinguna þann tímann, sem sildin stendur venjulegast inni á firð- inum, en nú liefir kaupfélagsstjórinn mik- inn hug á, að fá aukið við frystihúsið rúmi til síldarfrystingar og yrði þá langt- um betra aðstöðu með alla sjósókn þaðan. Fiskmiðin út af Miðfirði og kringum Vatnsnes voru fyr meir ein liiii beztu við Húnaflóa og er ólíklegt, að þetta sé orðið gerbreytt með öllu. Sigurður kaupm. Pálmason og Kaupfél. Vestur-Húnvetninga hafa undanfarið keypt allan fiskinn blautan upp úr sjón- um og munu gera einnig i ár. Hinn síðar- taldi gerði lítilsháttar tilraun með að senda út frosinn fisk, síðastliðið haust, en ekki heppnaðist það vel, enda mun undir- búningur ekki hafa verið að öllu sem skyldi. Þetta var lika í fvrsta skipti, svo ekki er vel að marka af þessari fyrstu til- raun. — Fremur skildist mér að félags- skapur með sjómönnum væri daufur þar á staðnum og ekki líklegt að fiskideild mundi þrífast þar að svo komnu, né ann- ar félagsskapur í þá átt. Á Skagaströnd eru 10—12 opnir vél- bátar heimilisfastir og róa vanalega 3 menn á hverjum. Búist var við, að 8—10 aðkomubátar yrðu þar í sumar, liafa þeir undanfarið liaft sömu áhöfn og heimabát- arnir. Þar var í fyrra hæstur afli á bát 140 skpd., sögðu menn mér, að efiaust hefði aflinn orðið mikið meiri ef veðráttufarið liefði leyft sjósókn lengur, en úr því ágúsl lauk voru róðrar því nær úti, vegna ó- gæfta. Er Skagstrendingum afar bagalegt hve lengi dregst með liafnarbæturnar þar. T. d. sukku 3 vélbátar þar á legunni seint í maí, í suðvestan stormi, og brotnuðu nokkuð en náðust samt. Allir eru bátarnir stórir og myndarlegir og virðist mér, að þeir munu vera beztu sjóskip, enda þarf þess með, þvi stundum er úfinn sjór á Húnaflóa, ekki síður en sumstaðai annar- staðar, og Skagstrendingar liafa frá fornu fari verið ötulir og kappsamir sjósóknar- ar. Engin beita var fáanleg þegar ég var á ferðinni og ekkert á sjó farið, því ekki hafði orðið neitt vart við smásíid inni hjá Blönduósnum, sem oft er þó um það leyti, og eru venjulega fyrstu beituvonir Skag'- strendinga og eiginlega þær einustu, þar til reknetasíld kemur, enda byrjar vertíð

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.