Ægir - 01.07.1930, Side 12
ÆGIR
158
halt við Vífilfell, þar til það sveif yfir
Akranesskaga og virtist fara lágt og var
það fögur sjón. Það fór fyrst yfir »Breið-
ina«, sneri svo við og virtist bera yfir
kirkjuna, er það hafði snúið svo að stefna
þess var á Reykjavík, eða svo virtist þeim,
sem staddir voru í miðjum kaupstaðnum.
Þar var jeg staddur og tók myndir af
þessu bákni, en meðan jeg beið eftir
lagi, stóð jeg hjá vagnhesti, sem gjörðist
órór vegna skröltsins í vjelunum, svo jeg
náði í tauminn og stóð þá hesturinn kyr
og horfði á loftfarið og var hinn rólegasti.
Nú vitum við að hestar eru ekki háleitir
og hjelt jeg að loftfarið væri mjög nálægt
jörðu, en þó gat jeg ekki greint, hvort
heldur var fólk eða aðrar ójöfnur, sem
sáust við glugga á húsinu undir flug-
belgnum að framan. Síðar um daginn átti
jeg tal við menn, sem voru við heyvinnu,
5 — 6 kilometra frá kaupstaðnum; höfðu
þeir sömu sögu að segja og við hinir,
loftfarið var beint upp af þeim er það
hjelt suður á bóginn.
Af hverju þessi sjónhverfing hefur stafað
er ekki auðið að segja hjer, en að lík-
indum hefur hæð loftfarsins frá jörðu,
verið miklu meiri en menn hjeldu.
»Graf Zeppelin« er hið stærsta loftfar,
sem Þjóðverjar hafa smíðað. Það er 235
metrar á lengd og þverlína, þar sem það
er breiðast, 307* meter, (Natan & Olsens-
hús, nú Iyfjabúð Scheving Thorsteinsson
er 25 metra hált upp að vindhana). Mót-
orar eru fimm og hefur hver þeirra 550
hestaöfl, samtals 2750 hö. sem knýja
skipið 117 kilometra á klukkustund.
Skipshöfn og farþegar eru í húsi því,
sem er undir belgnum að framan. Fremst
eru stjórnartækin, næst er áhalda- og
kortaklefi, svo kemur herbergi loftskeyta-
manna með áhöldum og aftast farþega-
salur mikill, sem rúmar 70 manns. Fyrir
aftan salinn eru svefnherbergi farþega o.fl.
Þeir sem með skipinu ferðast, eiga kost
á samskonar fæði og best er framreitt á
gistihúsum stórborganna.
Svbj. Egilson.
Ný bók.
Matthías Þórðarson:
Síldarsaga íslands —
gefin út af Síldareinka-
sölu íslands MCMXXX.
Alls er bókin 368 bls. i stóru átta blaða
broti, prentuð á ágætan pappír með 104
myndum auk 5 línurita.
Bókinni er skift i 20 kafla, síðan koma
fáorðar upplýsingar um nokkra menn,
er koma við söguna, svo útdráttur úr
umræðum á Alþingi um sildarmálin á
árunum 1921—1929 og að lokum ýmsar
skýrslur.
Bók þessi er afarmikið verk, einkum
þegar þess er gætt, að höfundur hefur
unnið að henni aðeins í nokkra mánuði
eða frá ágúst í fyrra, eins og segir í for-
málanum, en þar er þess eigi getið að
hann tafðist mikið við það, að hinir
dönsku setjarar gátu ekki prentað eftir
hinu skrifaða handriti, sem höfundur
lagði fram og mun þó flestum bera saman
um, er sjá rithönd Matthíasar Þórðar-
sonar, að hún er góð aflestrar. Þetta varð
til þess að hann varð að vjelrita allt, er
hann var búinn að skrifa og leggja það
þannig í hendur þeirra.
1 bókinni fer höfundur miklu ná-
kvæmar út í ýms atriði en búist var við
í fyrstu og er þvi bókin 8 örkum stærri
en áætlað var.
Sildarsaga þessi nær yfir landnámstíma-
bilið í síldarsögu Islands og endar þegar