Ægir - 01.07.1930, Page 16
162
ÆGIR
t
Klemens Jónsson
fyrrum ráðherra og landritari andaðist
að lieimili sínu í Reykjavik 20. þ. m. og
liafði verið heilsuveill undanfarin miss-
eri. Tveim dögum seinna dó einnig á
heimili hans frk. Guðrún systir hans, góð
kona og iiafði hún lengi búið Iijá bróð-
ur sínum. Kl. J. var urn langt skeið at-
kvæðamikill og áberandi maður i ís-
lensku þjóðlífi og lct mörg máí lil sin
taka og skörulega og varð snemma þjóð-
kunnur. Hann var einn af lielztu mönnum
sinnar samtíðar.
Hann var fæddur á Akureyri 27. ágúsl
1862 og voru þau systkinin jarðsungin
saman hiun 29. júli, að viðstöddu miklu
fjölmenni. —
Bulletin Statistique
fvrir árið 1928 er nú nýútkomin. í
skýrslu þessari er samandreginn ýmis-
konar fróðleikur um útgerð og fiski-
veiðar í Norðurálfunni. Því miður leyfir
ekki rúmið það, að Iicr sé farið mjög ít-
arlega út í skýrslu þessa, en ég vildi að
eins lauslega blaupa yfir nokkra liði
bennar, einkum að því er samanburð ís-
lands við önnur lönd snertir.
Framleiðslumagnið er alstaðar miðað
við fiskinn ferskan, eins og liann kemur
upp úr sjónum.
Þau lönd, er mesta framleiðslu liöfðu,
voru: (Tölurnar innan sviga sýna fram-
leiðslumagn 1913.)
EnglaM'd og Irland . 1059 ]>ús. sniál. (1253)
Noregur ............ 1035* — — (732)
Þýzkaland .......... 316 — — (181)
ísland ..................... 280 — — (92)
Frakkland .................. 216 — — (193)
Spánn ...................... 190 — — „
Holland .................... 148 — — (147)
Fiskiframleiðsla allra þeirra landa, er
skýrslan nær yfir, var 3303 þús. smálestir
á móti 2773 árið 1913.
Samkvæmt þessu er ísland fjórða
landið i röðinni, sem mesta framleiðslu
liefir, en öðru visi lítur skýrslan út, þegar
verðmæti framleiðslunnar er athugað, en
því hefir til samanburðar verið brevtt i
enska mynt og er þá röðin þannig:
England og írland . . . .
Frakkland ............
Spánn ................
Noregur ..............
Þýzkaland ............
Holland ..............
Portúgal .............
Danmörk ..............
ísland ...............
18.998 þús. £
7.397 — £
5.283 — £
4.722 — £
4.274 — £
2.967 — £
2.476 — £
2.017 — £
1.751 — £
ísland, sem er það fjórða í röðinni að
því er snertir framleiðslumagn er, það
áttunda ,þegar um verðmæti er að ræða.
Að meðaltali er verðið hæðst í Pól-
landi 0,65 shillings pr. kg., en lægst í Nor-
egi 0,09 pr. kg. og íslandi 0.12 sbillings.
Að meðaltal verðmætisins er minna í
Noregi stafar aðallega af þeirri miklu
sildveiði, sem eins og kunnugt cr, er mjög
léleg vara og' seld fyrir lágt verð, en síld-
in er auðvitað alstaðar talin með í skýrsl-
um þessum. Aftur á móti er það athuga-
vcrt fyir okkur, að Island er eina landið,
af þeim, sem þarna eru talin, sem ekki
befir tekist að Iiækka meðalverð afla
sins síðan fyrir stríð (1913), cn sum liafa
meira en tvöfaldað meðalverðið, og önn-
ur liækkað jiað að miklum mun. Saman-
burður jiessi bendir okkur frekar en
nokkuð annað á bvert stefna beri fram-