Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 9
ÆGIR 95 gáfu, vilji menn sýna þann velvilja, að senda útgefanda bókarinnar upplýsingar um slíkt, svo laga megi síðar, með þvi fullkomnast bókin bezt. Sjómenn íslands bafa ekki átt því láni að fagna, að eiga völ á fræðibókum í sinni grein, en þráin eftir upplýsingum og skýringum á einu og öðru, sem vinnu þeirra áhrærir, er fyrir hendi og má því vænta, að hin nýja bók seljist fljótt, þvi hún fræðir þá um siglingar kringum sitt eigið land, strendur þess, sem annað hvort er að leita til eða forðast og bendir á, hversu slíkt megi bezt af hendi leyst. Rvik 11. april 1932. Sveinbjörn Egilson. Sjávarútvegur Austfiröinga 1931. Skýrsla erindreka Austf.fjórðungs Þá er ég tók við erindrekastafinu fyrir Fiskifélag Islands í desember í haust, samdist svo um með mér og fráfarandi erindreka, að hann gæfi skýrslu til Fiski- félagsins yfir siðasta fjórðung ársins 1931. Mundi þar sem venjulega, hafa fylgt yfir- lit yfir fiskveiðar ársins í Austfirðinga- fjórðungi. Var hann að öllu leyti betur við því búinn, að gefa slika skýrslu, þar sem hann hafði gengt erindrekastarfinu tl mánuði ársins. Sú skýrsla hefur ekki komið. Þótt þetta komi ekki aðsök, þar eð veiðar voru lítið stundaðar síðasta fjórðung ársins, hér eystra, — nema síld- veiðar — og fyrverandi erindreki hafði gefið skýrslu yfir veiðarnar til septem- berloka, þá þykir mér þó hlýða að fara nokkrum orðum um sjávarútveg Aust- firðinga árið 1931. Vil ég taka það fram þegar, að það verður engin venjuleg er- indreka skýrsla, heldur að eins skýrt nokkru ger frá ýmsum atriðum en þeg- ar hefur gert verið, aðallega að því er við kemur síðari hluta ársins. Vetrarvertíðin byrjaði með seinna móti þetta ár, eða ekki fyr en seint í marz- mánuði. Kom þetta til af þvi, að láns- stofnanir tóku ekki fyr ákvarðanir um það, hvort þær styddu útveginn að nokkru. Flestir bátar frá Seyðisfirði, Norðfirði og Eskifirði, fóru til Hornafjarðar, eíns og venja er til og stunduðu veiðar þaðan. Nokkrir fóru til Djúpavogs. Afli á Horna- firði var ekki i meðallagi og á Djúpa- vogi langt fyrir neðan meðallag. Fá- skrúðsfirðingar stunduðu að heiman, eins og undanfarin ár. Var afli þeirra einnig minni en í meðallagi. Vorvertíðin. Þótt vetrarvertíðin væri rýr, þá var þó vorvertíðin enn þá rýr- ari. Hefur slík aflatregða ekkí verið hér um mörg ár. Á þessum tíma árs eru opnir vélbátar og árahátar vanir að fiska talsvert á grunnmiðum, en að þessusinni mátti svo heita, að grunnmiðafiski brigð- ist algerlega. í sumum verstöðvum, öfl- uðu smábátaútvegsmenn tæplega til eigin- neyzlu. Sumarsildin. Um miðjan júlí mun fyrst hafa orðið vart við síld úti fyrir Aust- fjörðum, svo nokkru næmi. 25. og 26. júlí varð vart við nokkra síld i Reyðar- firði og þá veitt lítilsháttar til söltunar. En sú síld var fremur mögur. Um mán- aðamótin júlí og ágúst, veiddist nokkur síld úli fyrir Fáskrúðsfirði og fyrri hluta ágústmánaðar var nokkuð af síld í Fá- skrúðsfirði, mest utan til í firðinum. Gekk síldin reyndar alveg inn í fjarðar- botn, en stóð þar ekki meira en sólar- hring. Annars var það svo yfirleitt, að þótt síldin kæmi í firðina utantil, stóð hún þar mjög skammt. Sildina varð því

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.