Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 12
98 ÆGIR sá flskur var orðinn of gamall, þegar hann var fluttur út. Salan var yfirleitt sæmileg, miðað við sölu togara á sama tíma. Mest var flutt af fiskinum til Gríms- by. Var hann tekinn þar úr kössunum og seldur laus. Kassarnir síðan sendir heim aftur undir nýjan fisk, en Eng- lendingar láta svo fiskinn aftur í nýja kassa og senda til neytenda. Þegar litið er á þessi kassaskifti og þennan verzl- unarmáta, þá getur maður ekki varist þeirri hugsun, að hér sé fyrirkomulagið ekki sem skyldi. Væri ekki eðlilegast að sömu umbúðirnar væru notaðar um vör- una 'frá þvi hún fer frá framleiðanda og íil hún kemur til neytenda? Og væri ekki æskilegt að þessar vörutegundir væri liægt að selja eftir mati, sem framkvæmt væri hér helma? Saltfisksmati voru er trúað erlendis. Fiskurinn er seldur eftir því. Vonandi verður svo einnig um is- fisk, ef hann verður fluttur út á þenn- an hátt i framtíðinni. Og vonandi er að sildarverkun vor og mat verði bráðlega svo að vér getum staðið þeim þjóðum á sporði, sem framleiða þá vöru bezta og síldina eftir íslenzku mati eingöngu. Ég læt fylgja hér með skýrslu yfir fisk, er fluttur var út með leiguskipunum. Auk þess var selt lítilsháttar af ferskum fiski í erlend skip. F*á er spurningin: Hvern- ig hefur þessi tilraun gefist ? Aðalútkoman er þessi: Útvegsmenn og fiskimenn, sem ísfisk hafa lagt í samlög- in og sandur var með leiguskipunum, hafa ekki fengið einn einasta eyri fyrir fisk sinn — allt lendir í kostnað. Mundu því flestir svara að þetta hefði gefist illa. Áður en því er slegið föstu, er þó vert að gæta ofurlitið nánar að því hverju þetta er að kenna. Skal það gert litillega. Skipin sem leigð voru til flutninganna voru leigð í 3 mánuði — eða frá 1. sept. til 1. des., fyrir ákveðið gjald á mánuði. Var sölusamlagið bundið við þann leigu- tíma, hvort sem nokkuð var til að flytja eða ekki. Nú var fádæma aflatregða um haustið hér austanlands. Urðu því skip- in oft að sigla með hálffermi, eða alltaf nema annað skipið fyrstu ferðina, sem það fór með fullfermi. En þá hittist svo á að það kom út sama daginn og geng- ishrunið byrjaði í Englandi og var sala því mjög treg af þeirri ástæðu. Hér hag- ar svo til, að eigi er hægt að stunda fisk- veiðar í stórstrauma. Væri því ekki kom- ið nema hálffermi í skipin í enduðum smástraumi, urðu þau annaðhvort að sigla með það, sem þá var fengið eða bíða eftir næsta smástraumi, en þá mundi fiskurinn hafa orðið of gamall. Vegna langvarandi ógæfta og aflatregðu, þurftu skipin oft að bíða dögum og jafnvel vik- um saman eftir farmi og í nóvember- mánuði fór að eins annað skipið eina ferð. Alls fóru bæði skipin samtals fimm ferðir á þrem mánuðum, en hefðu und- ir venjulegum kringumstæðum átt að gela farið tólf ferðir. Þegar að því er gætt, að þau sigla oftast með hálffermi, þá er auðsætt að aflamagnið sem á að bera allan kostnaðinn, er svo lítið, að ekki er að búast við góðri útkomu. Peg- ar svo við þetta bætist, að sölusamband- ið á ónotuð veiðarfæri fyrir ca. 60 þús. kr. og umbúðir fyrir ca. 20 þús. kr., að aukakostnaður við uppskipun í Englandi varð nokkuð á aðra krónu á kassa vegna þess, að skipin, sem voru flutningaskip, komust ekki eða fengu ekki að koma í fiskidokkurnar, þá er tæpast undravert þó lítið yrði eftir handa framleiðendum. Sú þekking sem fæst með reynzlu, er oft dýrkeypt. Þegar um tilraunir er að ræða, sem þessa, þá kemur þekkingin sem með þeim fæst, jafnt til góða þeim mönnum er á horfa og hinum sem keyptu hana dýrustu verði. 1 þetta skifti urðu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.