Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 13
ÆGIR 99 þeir að borga brúsann, sem sízt máttu við: smáútvegsmenn og sjómenn, sem varla eða ekki hafa til hnífs og skeiðar. Og ég held að íslenzkum stjórnarvöldum hefði verið sú synd fyrirgefin, þótt þau hefðu veitt styrk til þessara tilrauna, eins og lög heimiluðu. En nú mun lítil von um að svo verði. Dragnótaveiði. Haustið 1930, stunduðu skip frá Vestmannaeyjum dragnótaveiði við Austurland. Gafst það fremur vel. Það haust veiddu Færeyingar og Danir einnig með dragnótum við Austurland og var sagt að það hefði gefist sæmilega. Þegar því stofnað var til útflutnings á isvörðum fiski í stórum stíl, vaknaði eðlilega áhugi manna fyrir þvíaðstunda þessa veiði. Voru veiðarfæri pöntnð frá Englandi gegn um Fiskisölusambandið. Ekki vorn þó eins margir sem notuðu þessi veiðarfæri, eins og ráð var fyrir gert í fyrstu. Sumir byrjuðu en hættu von bráðar. En aðrir sem höfðu ætlað að stunda þessa veiði bjrrjuðu aldrei þegar þeir sáu hvernig hún gafsl. Nokkr- lr bátar frá Keflavík og Vestmannaeyjum komu auslur og stunduðu kolaveiði með d>agnót. Þá stunduðu 9 færeyskir bátar þessa veiði og að sögn 15—20 danskir bátar. Munu bátarnir, sem dragnótaveiði stunduðu bafa verið um eða yfir 50 að tölu, þegar þeir voru flestir — þar með taldir aðkomubátar. Ekki er hægt að segja að dragnótaveiðin gæfist vel hér eystra. Innfjarðakolamiðin — sem mest eru smáblettir — virtust þurausin eftir einn eða tvo daga. Úti fyrir Austfjörðum er örðugleikum bundið að stunda þessa veiði, i stórstrauma nema þá norðantil. Afli hjá dragnótaveiðibátunum var yfir- teitt lítill. Hæzta kolaveiði er nálægt 500 körfur á bát. Þó ber þess að gæta, að enginn bátanna stundaði dragnótaveiði óslítið allt haustið. Kolinn sem veiddist innfjarða var yfirleitt smár. Kunnugur maður sem stundaði þessa veiði siðast- liðið haust, — sagði mér, að stærstan kola hefði hann fengið út af Stcðvarfirði og Bakkafirði. Sá koli er veiddist sunn- an Papeyjar, var yfirleitt mjög smár. Stöðfirðingar veiddu nokkuð af kola á lóðir, var það vænn koli og veiði sæmi- leg. — Togargútvegur á Austurlandi. 1 hinni ítarlegu grein Kristjáns Bergssonar um sjávarútveginn 1931, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að ekki muni vera »jarðveg- ur á Austurlandi til þess að koma þar á fót togaraútgerð«. Tekur hann til dæmis togarann Andra, sem hefur átt heimilis- fang á Eskifirði undanfarin ár, að á því skipi hafi verið sárafáir skipverjar af Austurlandi. Vegna þess að mér þykir kenna nokkurs ókunnugleika, að þvf er viðkemur þessari Andra-útgerð, vil ég skýra þetta nokkuð. Andri er keypturtil Austurlands á vetrarvertíð. Útgerð hans hefst á þeirri sömu vertíð, á þeim tíma sem Hornafjarðarvertið stóð yfir. Voru þá sjómennirnir á Eskifirði bundnir við vélbátana, línuveiðarann Sæfara, eða í atvinnu Vestmannaeyjum eða annars- staðar á Suðurlandi. Heima voru þá helzt verzlunar- og skrilstofumenn og aðrir landvinnumenn. Var ráðið á log- arann í Reykjavík og því ekki um ann- að að gera en að fá menn þar. Þó voru einhverjir sendir frá Eskifirði til að vera á skipinu. Voru það helzt menn sem afgangs voru, þegar ráðið var á vélbát- ana til Hornafjarðar og Sæfara. Þótt ég vilji ekki lasta þá menn, sem suðurfóru til þess að vera á Andra, þá mun þó ó- hætt að fullyrða, að þeir voru ekki van- ir sjómenn, að einum undanskildum, þvi siður að þeir hefðu nokkurntíma verið á togara. Þetta var fyrsta reynzlan um það, hvort hér væru sjómenn starf-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.