Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 21
ÆGIR
107
mik]a sjósóknara og orðlagða aflamanns
Vllhjálms dbrm. Hakonarsonar (afa kon-
unnar minnar). Nær hlutatöluskýrslan
yfir öll hans formannsár, frá 1830 — 1870.
Lægstur hlutur er 1858, 175 fiskar, en
bæztur árið 1861,1370 fiskar, en allt var
þá talið í tólfræðum hundruðum, og
ekkerl talið nema þorskurinn einn, en
hlutarbót mundi það vera talin nú, öll
þau kynstur, sem öfluðust þáaflúðunni,
bæði stórri og smárri, en stórlúðan (flyðr-
an) var slingandi þyrnir í augum allra
þátiðarformanna Hafnahrepps. »Skerið
þið af ykkur andskotans lúðuna!« kvað
við úr skut skipsins, þegar hásetarnir
voru að kippa stórflyðrunum inn fyrir
borðstokkinn, þegar loðnugöngurnar voru
og þorskurinn var stanslaus á hverju
fseri, þar sem hann komst að fyrir lúð-
unni! En sveitabændunum sem þá áttu
vinnumenn sína hér á vetrarvertíðunum,
þótti það samt góð hlutarbót, með þorsk-
hausabruðingnum, að fá hálfa og heila
hestburði af lúðurykling og annað eins
og oft mikið meira að saltaðri stórlúðu.
En mest kvað þó að lúðuaflanum á vor-
in, um og eftir vertiðarlokin, þegar farið
var að róa í Reykjanesröst. Þá komu oft
dag eftir dag mörg hundruð lúður á
land á dag í Hafnahreppi, en mest var
það ryklingslúða, sem kölluð var, lúður
sem viktuðu frá 15—30 pd. hver og var
öll sú lúða veidd i djúpröstinni (Sand-
inum). En grunnröstina forðuðust for-
niennirnir sem fjandann sjálfan, þvi þar
var annar þeirra argasti óvinur — síór-
flyðran — stanslaus á færin, ef stungið
var niður.
Mismunandi var starfshugur og störf
sjómanna þá, i landlegum, engu síður
en nú. Sumum féll aldrei verk úr hendi
alla landlegudaga, sátu við ýmiskonar
smiðar, (hús- og búsáhöld), en aðallega
voru það þeir sjómenn, sem búhugur-
inn var kominn í og hugðu að festa ráð
sitt i náinni framtíð. Því var það, að
einn af gömlu formönnunum hér, sagði
eitt sinn: BÞað er ekki fyrir fjandann
að fala þá til næstu vertíðar, þegar reip-
halgæla-hugurinn er kominn i þá!«
Aftur voru það svo aðrir, sem sátu
við skinnklæðasaum, hvenær sem færi
gafst, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Fengu
þeir 2 kr. fyrir saumið á sauðskinna-
brókinni, sem fáir luku þó á dag, en 1
kr. og 50 aura fyrir skinnstakkinn. En
fjölmennastur var sá flokkurinn, sem sat
við spil alla landlegudaga. Fylgdu þeir ekki
fötum dag eftir dag, sátu 4 saman í rúm-
fletinu og varð að bera allt að þeim og
frá. eins og sjómannaskálinn væri orð-
inn að sfúkraskýli!Loks voru það nokkr-
ir, sem hölðu hlóðarsteinana fyrir hæg-
indi sin, og skutu þaðan óspart Amors-
örvum á hin berskjölduðu, breiðu og
björtu brjóst eldhússtúlknanna ! En bæði
var það að skotmarkið var bjart og
breitt, enda líka voru þeir furðu hæfnir
á hjartastaðinn og það engu síður fyrir
það, þó þeirra ástarguð ætti sér hreiður
i þeirra heimahögum. Þeir minntust þá
bara hins alkunna »morals« islenzku
sjómannastéttarinnar að — y>allir eru d-
giftir í verinu /«
Brennivins-öldin.
Á þeim fullum 10 öldum sem liðnar
eru, frá þvi að Herjólfur fóstbróðir Ing-
ólfs, byggði fyrstur Hafnasveit, er mér
óhætt að fullyrða, að eins og nítjánda
öldin var blómaöld Hafnahrepps að fjár-
hagslegri velmegun hreppsbúa, svo var
hún (19. öldin) og blómaöld brennivíns-
straumanna inn í hreppinn, einkum þó,
um og eftir miðbik aldarinnar.
Vélaorkan var þá ekki þekkt hér á
landi, hvorki við eitt eða annað starf.