Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 16
102
ÆGIR
Skýrsla yfir útfluttan ísfisk frá Austfjörðum
með leiguskipum Skipaútgerðar ríkisins, haustið 1931.
Þorskur kg- Ýsa kg' Tinda- skata kg. Stein- bítur kg. Lúöa kg. Koli bg- Kassar
Seyðisfjörður . . . 85176 4032 1386 2961 507 4977 1573
Norðfjörður .... 169533 5544 126 819 63 38178 3401
Eskifjörður .... 140279 39296 3066 14976 2976 6397 3119
Fáskrúðsfjörður . 84609 65520 3087 10962 52 14742 2842
Samtals 479597 111392 7665 29718 3658 64294 10935
t Eskifjaröarskýrslunni er talinn einn bátur af Revöarfirði.
Sala t íslenzkum krðnum 192590 00.
vorið og sumarið. Svo áframhaldandi
verðfall. Næst síldveiði. Um síldarverðið
er mönnum svo kunnugt, að ljóst er, að
síldarútgerðin var lilill gróðavegur. Síð-
ast isfiskútflutningurinn um haustið sem
gaf þá útkomu, að útgerðarmenn og sjó-
menn fengu ekkí einn eyri fyrir afla
sinn, eins og áður er sagt.
Ástandið er þegar orðið svo, að til
vandræða horfir. Um endurnýjun á fiski-
bátum er tæpast að ræða, þegar útgerð-
in er með slíkum hörmungum. Bátarn-
ir sumir orðnir aflaga, en ekki fyrirsjá-
anlegt að neilt komi í staðinn. Afkoma
Austfirðinga er svo bundin við sjóinn,
að veruleg skerðing eða rýrnun á út-
veginum frá því, sem nú er, mundi valda
neyð. Það er því ekki annað fyrirsjáanlegt
en að hefjast verði handa til að sporna
við að svo verði. En þá er spurningin :
Hvað á að gera? Vilja lánsstofnanir og
landstjórn ekki láta athuga hvort til-
tækilegl mundi að gera út 3 — 4 togara
frá Asturlandi ?
Þótt nokkurn hluta skipshafnar yrði
að fá frá Suðurlandi, i byrjun, þáerþað
grunur minn, að ekki fáir menn myndu
fást til þess — og jafnvel flytja búferlum,
ef með þyrfti — þvi að húsaleigan í
Reykjavík og vafasöm atvinna, er tæpast
svo eftirsóknarverð, að ekki mundi marg-
ur kjósa fremur örugga atvinnu úti á
landi, — jafnvel þótt það væri á Aust-
fjörðum.
Eskifirði, 20. marz 1932.
Friðrik Steinsson.
Skip vantar.
Ekkert hefur enn spurst til færeyska
fiskiskipsins »Emanuel« frá Vági, sem
seinast sásthjá Vestmannaeyjum 8. þ. m.
Annars færeysks skips er lika saknað. Er
það frá Vagi og heitir »Laura«. Seinast
sást til þess fyrir 16—17 dögum og héldu
menn þá, að það væri á heimleið.
Um 20 manns eru á hvoru skipi.