Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 23
ÆGIR 109 og óhljóðunum ætla ég ekki að lýsa hér. Loks barst svo leikurinn út fyrir sjó- búðardyrnar, og var þá áhrifamikil sjón að sjá þessa blindfullu jötna, með laf- andi svarta eða rauða lokkana á löðr- andi enninu, lekandi í blóði, og sumir kannské með annað augað einhversstað- ar inn í höfðinu, en hitt út úr því ! — eða að minnsta kosti sýndist okkur strák- unum svo, um leið og við lögðum á flótta. með hjartað í bælbeini, um leið og risarnir réðust til útgöngu og enn nú meiri áfloga! Margt fleira mætti skrifa skemmlilegt um áflogin og einvígi og hólmgöngur uieð löngum rekadrumbum að vopum, sem allt er tengt við skírdagshátíðahald- ið, en það yrði allt of langt mál að rekja ítarlega þá sögu hér í einni blaðagrein. Frá 1878—1888 komu hér hvert afla- leysisárið á fætur öðru, þ. e. a. s. á velr- arvertiðunum. Fengust þetta frá 2--400 til hlutar af samantindu rusli, andstætt því sem áður var talið, — eingöngu þorskurinn. Voru sjómenn ekki sam- uiála um hvað valda myndi því að fisk- urinn væri hættur að ganga eins og áð- ur hefði verið, og leiddu ýmsum getum að orsök afleiðinganna. Einn taldi or- sökina þá, að farið væri að brúka örfáa króka (linu) með sildarbeitu, sem um- turnaði öllum sjávarbotnínum ogflæmdi allan fisk í burtu. Annar taldi orsökina þá, að formennirnir væru farnir að lauma hver í annars fleytu brennisteini og hundask . ., sem væri staðreynd þess, að aflur fiskur flýði til undirdjúpa úthafs- ins, eða jafnvel til sjálfs fjandans, und- an þeim brennandi ófögnuði! Margar fleiri orsakir aflaleysisáranna fundu sjó- nienn, sumar hliðstæðar þeim, sem nefnd- ar hafa verið, aðrar í algerðii andstöðu þegar guð var orðin aðalorsökin og var að reyna á þolrif hinna óhlýðnu barna sinna, með þvi að hotta á fiskinn úr Hafnarsjónum, svo þau (börnin hans) hefðu því betri tima að hlýða helgum tíðum og halda sér við föstulestrana, sem þá var farið að dofna yfir og draga úr, móts við það sem áður var, eins og sagt verður frá síðar I En svo var það hann í\ gamli, sem lagði fram á borðið óhrekjanlega vís- indalega rannsókn um orsakir aflaleys- isáranna. —Staðreynd, sem hinum mikla fiskifræðing okkar, vini mínum Bjarni Sæmundssyni mun veitast erfitt að hrekja með allri sinni víðkunnu þekkingu um eðli og háttu fiskanna í sjónum, og því set ég hér umsögn I3. gamla eins og hann orðaði hana við mig, en ég vil samt áður taka það fram hér, að hann t*. gamli var hinn mesti greindarkarl, ættfróður með afbrigðum af ólærðum, mönnum, og gat hann rakið ætt sína í beinan karllegg alla leið til hans Adams gamla, og ef til vill ofurlítið lengra, (and- inn hans Adams var að láni, eins og kunnugt er). Það var vorið 1889 fám dögum eftir vertíðarlokin, að við vorum margirkarl- menn komnir saman á Kirkjuvogshlað- inu, og vorum þar að tala um meðal annars, aflaleysið, sem maraði þá hrepp- inn ár eftir ár. Gekk þá fram úr fylk- ingunni hann t*. gamli, kom beina leið til mín, lagði hægri hönd sina á vinstri öxl mína, kreisti saman augnalokin og drap titlinga og sagði svo: »t*að er ekki von að það fiskitt (fiskist) orðið hér í Hafnahreppi, Ólafur Ketilsson, þvi nú er hætt öllu því sem áður tíkkaðitt (tíðk- aðist) hér«. — »Og hverju svosemhelzt, t*. minn«, spurði ég ofur góðlátlega. »Ja« (snöggt) sagði t*. gamli og drap titlinga. »Ja — þegar ég var unglingur og byrjaði fytt (fyrst) að róa hér í Hafnahreppi þá átu sjómennirnir hérna skyrhákarl og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.