Ægir - 01.06.1932, Qupperneq 3
ÆGIR
MÁNAÐARIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
25. árg.
Reykjavík. — Júní 1932.
Skýrsla
frá fiskifulltrúanum á Spáni.
Barcelona 18. naal 1932.
Síðustu skýrslu minni lauk í Vigo, en
þaðan fór ég til Portúgal. Þar hefur ís-
lenzkur fiskur rutt sér rnjög til rúms á
síðustu árum. Árið 1927 er talið í ís-
lenzkum útflutningsskýrslum að 389 smá-
lestir af fiski hafi verið fluttar til Portú-
gal. Árið 1931 mun útflutningurinn hafa
verið um 12.500 smálestir og fyrstu fjóra
mánuði þessa árs (til 21. april) mun
innflutningurinn hafa numið um 6.000
smálestir.
Stærsti fiskmarkaður í heimi er í O-
porto. Pykir mér rétt að sýna hvernig
innflutningur á íslenzkum fiski hefur
aukíst þar á síðustu árum í samanburði
við annan fisk. Hefur markaðurinn skifst
milli þessara landa:
1928 1929 1930 1931 1932
Newfl. og Can. 15.500 11.630 7.250 8.304 1.200
Noregs........ 4.150 8.021 7.660 4.385 3.755
ísland og Fær. 3.800 4.304 5.250 8.761 3.485
Frakklands . . . 3.390 817 720 1 245 72
Ýmsra......... 1.400 1.898 2.030 2.250 187
28.240 26.670 22.910 24.945 8.699
Islenzkur og færeyskur fiskur er hér
talinn í einu lagi, en innflutningurinn
frá Færeyjum mun hafa numið tæpum
1-000 smálestum á ári. í fyrra var inn-
flutningurinn af íslenzkum fiski 7.817
sml, og seldi h. f. Alliance nákvæmlega
Nr. 6.
helminginn af þvf fiskmagni, en hinn
hinn helmingurinn skiftist milli Hawes
(17°/«), G. Albertssonar (13°/'o), Karl Þor-
steins (12%) og h. f. Kveldúlfs (8°/o).
Um innflutninginn á þessu ári er það
að segja, að meginið af norska fiskinum
er fluttur inn óverkaður, en 700 smál.
af þeim íslenzka. Eru 8 fiskverkunar-
stöðvar í Portúgal norðanverðum, 5 í
Oporto, 2 í Viano de Castelo og 1 í Vila
do Conde. Eru þær ætlaðar fyrir fisk
þann er Portúgalsmenn veiða sjálfir við
Newfoundland, en nú hafa veiðar þeirra
þar brugðist ár eftir ár. Hafa þeir um
40 skip sem öll eru seglskip við þessar
veiðar, en aflinn er lítill. Var hann 80—
90 smál. hjá hverju þeirra vegið upp úr
skipi. Var aflinn þá ekki verkaður fyr
en síðastliðið vor og seldist fyrir afar-
lágt verð. Samt var meginið afflotanum
gert út á ný í ár, en ætlunin var sú að
skipin skildu halda áfram til Grænlands,
ef afli ekki reyndist þvi meiri við New-
foundland.
Vegna þess hvernig fiskiveiðarnar hafa
gengið, hafa verkunarstöðvarnar orðið
að kaupa að fisk til verkunar, enda er
verkun þar afar ódýr, bæði vegna veðr-
áttunnar og hve ódýr vinnan er þar.
Bar eigendum tveggja slíkra stöðvasam-
an um það að verkunarkostnaðurinn
mundi vera um 10 escudos, eða 2 ísl.
krónur fyrir hver 60 kg. Er fiskurinn
kemur er hann þveginn og stakkaður,
fær síðan eins dags þurk og er þá sett-
ur í smástakka yfir nóltina og fær þurk