Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1932, Qupperneq 4

Ægir - 01.06.1932, Qupperneq 4
138 ÆGIR annan dag. Er hann síðan sendur til 0- porto og seldur þar jafnóðum. Er fisk- urinn saltlaus á yfirborði og grængulur á lit. Minnir liturinn á nýjan fisk en er sterkari. Var allur fiskurinn óhimnu- dreginn og mænuflattur, skurðurinn gegn um dálkinn var flárri en hjá okkur og gegum marga liði. Taldist það mikill kostur, því fiskinum væri ekki eins hætt við að brotna er hann erverkaður. Fyr- ir þennan Portúgalsverkaða fisk var greitt um 10°/o hærra verð en isl. og norskan. íslenzkur og norskur fiskur var um þessar mundir seldur fyrir 190—200 es- cudos pakinn. Norskur fiskur verkaður í Portúgal var seldur fyrir 220—240 esc., en Newfoundlandfiskur var seldur fyrir 260 og allt að 360 esc. væri um góðan »shore« fisk að ræða. í Oportó vilja menn því helzt Newfoundland fisk og þann fisk sem honum er líkastur. Vilja þeir því sem þykkastan fisk, óhimnu- dreginn og fullt svo vel að hann sé gul- ur, eins og hvítur. Þeir sem hafa efni á að greiða hátt verð fyrir saltfisk kaupa »shore« fisk, og þvi er okkur betra að senda ekki fyrsta flokks fisk þangað, því verðmunur er ekki nægur. Undir eng- um kringumstæðum má fiskurinn vera útúrflattur, heldur alflattur. En það sem er fyrsta og síðasta skilyrðið fj'rir sölu til Portúgal er að fiskurinn sé nógu harð- ur. Verður hann að vera þurkaður í heilan dag fram yfir það sem hæfir Bil- bao. Má kalla það þurkstig harðverkað, til aðgreiningar frá fullverkuðum fislri. Eru hér engin kælihús fyrir fisk og ef þeir kaupa lina verkun, nema um há- vetur, verða þeir að þurka fiskinn hér. Er ég var þar í aprillok, voru þeir ný- búnir að fá fisk að heiman. Var hann fullverkaður en móttakendum þótfi hann of linur. Alveg gildir þeim einu hvort fiskurinn er íslenzkt eða norskt flattur. Það má segja að i Oporto seljist fisk- ur hve ljótur og lélegur sem hann er. Sá ég þar þann allra lélegasta skinnfisk, sem ég hefi nokkursstaðar séð, úrgangs- fisk frá Þýzkalandi. Má áreiðanlega selja þar mikið af þriðja flokks fiski og úr- gangsfiski og þyrftu útflytjendur að senda töluvert af slíkum fiski með hverri send- ingu, svo úrgangurinn verði ekkí eftir, einmitt þegar nýi fiskurinn fer að verða tilbúinn. Einnig mun verða töluverður markaður þar fyrir smálabra alþurkað- an, undir 16 þuml. Verður hann samt að pakkast sér, eins og annar smáfiskur, því hann er aðallega seldur burt úr bæn- um, en slærri fiskurinn seldur bæjar- búum. 1 Portúgal eru menn mjög hræddir við húsþurkaðan fisk. Telja þeir að hann geymist mikið ver en sá sólþurkaði, og að roðinn illræmdi komi frekar í hann, sem þó mun vera misskilningur. Afturá móti gerir brúni jarðslaginn minna til. Telja sumir innflytjendur hann vera gæða- vott, því lélegan fisk jarðslagi ekki. Sagð- ist einn innflytjandi selja verulega jarð- sleginn fisk 100 esc. dýrari hvern pakka, en ójarðsleginn. Pó ekki sé ástæða til að leika sér að jarðslaganum, er samt rétt að hafa það hugfast, að betra er að selja jarðsleginn fisk hingað en til Spánar. Um verzlunina í Oporto er það að segja, að kaupmenn hafa myndað félög með sér til að sjá um kaup á saltfiski og skipta honum milli sin. Reyna þeir þannig að komast að sem beztum kaup- um og fá fiskinn ódýrari en ella, enda er ýms kostnaður jafn á hverja fisksend- ingu, hvort sem hún er stór eða lítil. Tollur er nú 38 esc. á 60 kg. pakka. íslenzki fiskurinn er og að ná út- breiðslu i Lissabon. Nam innflutningur- inn þangað i fj'rra 15.839 smál. og skipt- ist hann svo siðastliðin fjögur ár:

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.