Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1932, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1932, Blaðsíða 5
ÆGIR 139 1928 1929 1930 1931 1932 Norskur . . 12.769 12 520 13.740 10.188 2.230 íslenzkur . 1.065 1.573 2.040 4.762 2.656 Franskur . 1.650 646 400 185 17 Ýms .... 498 276 170 704 63 15.982 15.015 16.350 15.839 4.966 Eins og sézt á þessum tölum, er versti keppinautur okkar á markaðinum í Lissa- bon, ekki fiskurinn frá Newfoundlandi heldur sá frá Noregi. Kæra menn sig þar ekki um labra, en vilja góða hvíta verkun og vel þurkaðan fisk, heldur harðari en fullverkaðan fyrir Spán. Verð- ur hann að vera alflattur, og vilja menn þar ekki sjá útúrflattan fisk. Er töluverð- ur markaður þar fyrir smáfisk 70—80 fiskar i 60 kg. pakka, en lítið kæra menn s>g um mjög stóran þorsk. Voru menn ánægðir með það sem þeir höfðu fengið frá Islandi nú nýverið, en töldu þó, að fiskurinn hefði mátt vera töluvert harð- ari. Er ég var i Lissabon í apríllok, var verð á norskum fiski 195—225 esc. pr. kg. pakka, en á islenzkum 195—205 esc. Seldu Norðmenn pakkann af fiski af venjulegri stærð (corriente) fyrir 30 sh. 6d, en heimtuðu 32.6 fyrir stærðina 35—42 pr. 60 kg., en 34.6 fyrir 30—40. Er miðað við sólþurkaðan fyrri árs fisk, en þessa árs fiskur er 1 sh. 6d. dýrari. Ei' hér átt við cif verð Lissabon. Gegn 90 daga víxli í London er gefinn 4% af- sláttur, en 5l/*°/° fyrir greiðslu gegn farm- skýrteini. Síðan fá þeir sem kaupa mikið, en þá er átt við viss firmu, eða þá sem kaupa 1000 pakka í einu 1/2°/o afslátt og helming af þóknun umboðsmannsins, sem nemur 1 Va°/o til samans, en í ofan- alag gefa skipafélögin afslátt sem gerður er upp um áramót. Nemur hann 1V> d. a pakka til þeirra sem keypt hafa 3000 pakka yfir árið, en 51/3 pence til þeirra, sem keypt hafa 10000 pakka yfir árið. Verðskráning á norskum og íslenzkum fiski er því ekki sambærileg í Lissabon. Fyrir þá sem njóta beztu kjara, kostar corriente, ekki 30.6 sh., heldur 27.9 sh., eða 27 sh. 11 d. 1 Oporto kemur ekki annar afsláttur til greina, en 4—51/>°/° gegn greiðslu gegn farmskírteinum. Þó við verðum að sjálfsögðu að gera eítt- hvað fyrir því að okkar fiskur er minna þekktur, en sá norski, virðist hann hafa verið boðinn óhæfilega langt niður þeg- ar hann var seldur fyrir svipað verð og norskur úrgangsfiskur eða 20 sh. pakk- ann, eða minna, þegar norskur fiskur var seldur fyrir 28 sh. Er ekki einu sinni hægt að hugga sig með því, að þetta lága verð hafi komið neytendunum til góða, og því aukið neyzluna, því heildsalarnir munu alltaf hafa selt islenzkanog norskan fisk fyrir alveg sama verð, eða mjög svipað, til smásalanna. Virðist og sem smásalarnir bjóði íslenzkan og norskan fisk fyrir sama verð, án þess að almenn- ingur geri sér grein fyrir hvaðan fiskur- inn er. Tölur þær um innflutninginn, sem að ofan eru nefndar, hyggégséu mjög nærri lagi. Reyndi ég að fá þær sem réttastar, með því að spyrja fleiri en einn, og fekk mjög svipuð svör um innflutninginn 1 fyrra og á líðandi ári. í*egar þessergætt að neytendur Newfoundlands fisksins, eru menn sem ekki vilja annan fisk, hve miklu ódýrari sem hann kann að vera, sést að það eru aðallega Norðmenn og íslendingar, sem keppa á Portúgalsmark- aðinum. Nú er það svo, að Norðmenn hafa allfastan félagsskap með sér um að bjóða fiskinn ekki niður hver fyrir öðr- um, og þó einstöku menn kunni að svikja, fara þeir ekkert ámóta langt niðurí verði og við höfum farið. Sýnist mér því að vel væri athugandi íyrir þá fáu sem selja fisk til Portúgal að setja eitthvert lág-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.