Ægir - 01.06.1932, Síða 7
ÆGIR
141
aður og fletlist vöðvinn í sundur. Borða
menn fisk þennan hráan og eins og hann
kemur úr pakkhúsinu. Minnir hann þá
mjög á reykta ýsu, bæði að útliti, því
hann er gulbrúnn á litinn, en fiskurinn
er gulgrænn, og eins á mýkt og bragð.
Er hann mikið bragðmeiri en íslenzkur
fiskur, sem þykir yfirleitt heldur bragð-
lítill, og í þessum bæjum þykir það galli
á fullverkaða fiskinum frá lslandi, að
hann sé svo mikið pressaður, að vöðvinn
missir sitt lag, og leysist upp í trefjar.
Má segja sama um egta labrann og
um shore-fiskinn, að sumir vilja hann
heldur, en þann islenzka, vegna þess,
að hann er bragðmeiri og þykkari, aðal-
tega í Alicante og Valencia. Annarstaðar
vilja flestir heldur islenzka labrann og
kaupa hann, ef hann er að eins lítið eitt
dýrai i en sá egta, en ef verðmunurinn
verður meiri en 4—6 pes., kaupa menn
heldur egta labrann. Er hann aðallega
horðaður að vetrinum, frá miðjum októ-
ber til miðs apríl, en þá er hann venju-
t^ga seldur upp, því kaupmenn eru ragir
við að geyma hann fram á sumar, af
ótta við skemmdir. Er islenzkur fiskur
því aðallega seldur að sumrinu til.
Vegna hitans þarf að geyma fiskinn í
kælihúsum og hafa ekki nema fáir bol-
magn til að reka þau. Eru innflyténdur
þvi fáir á þessu svæði, tveir í hverjum
hæ. Selja þeir síðan til heildsalanna, er
selja svo til smásalanna. Er fiskurinn
tekinu úr kælinum að kvöldi til og send-
Ur inn í landið í bifreiðum, sem koma
honum til móttakendanna að nóttu til.
Er kuldinn ekki farinn úr fiskinum,
þegar hann er kominn í kjallarana til
smásalanna upp um alla Andalúsíu. —
^egar svona er farið með fiskinn er hægt
að halda honum óskemmdum, þó hann
Se ekki mikið verkaður, og vilja menn
þvi fá léttverkaðan fisk að vetrinum til,
og er þá óskað eftir 7/s eða jafnvel *U
verkun, en þar sem megnið af innflutn-
ingnum er að sumri til, þarf sá fiskur
að vera fullverkaður.
1 Sevilla vilja menn sem allra þykk-
astan fisk og stærstan. Er þar og i Ma-
drid töluverður markaður fyrir mjög
stóran þorsk, 15—20 í pakka og er greitt
hærra verð fyrir hann en vanalegan fisk.
f*arf fiskurinn, sem þangað er sendur,
að vera vel harður og hvílur. Vill Sevilla
hafa sinn fisk himnudreginn og eru jafn-
vel Newfoundlandsmenn farnir að senda
egta labrann himnudreginn handa Sevilla
sjálfri og ýmsum bæjum, sem kaupa
sinn fisk þaðan, svo sem Granada. Helzt
vilja innflyténdur, að flokkað sé eftir
stærð, svo að þeir geti sparað sér ómak
og geti sent fiskinn í uppruna umbúð-
unum út úr bænum, því þeir vilja halda
eftir stærri. fiskinum handa sér. Ómögu-
lega má senda hingað útúr-flattann fisk.
Sagði stærsti innflytjandinn mér, að hann
hafi fengið mikið af útúr-flöttum labra
frá íslandi og sé í vandræðum með hann,
þvi hann geti ekki selt hann í Sevilla.
Er ég var í Sevilla hafði komið þang-
að töluvert af pressufiski, nokkrum dög-
um áður, með s. s. Agga. Líkaði mót-
takendum frágangurinn á honum vel, en
kvörtuðu undan, að fiskurinn væri ekki
nóg pressaður. Hefði hann því lézt mik-
ið á leiðinni, og rýrnaði enn i húsum
þeirra, enda lak vatnið undan stöflunum,
eftir að fiskurinn var kominn í hús. Voru
menn því óánægðari með þetta, sem
skömmu áður hafði komið pressufiskur,
frá Grænlandi, sem hélt fulla vigt, er
hann kom til Spánar. Sögðu þeir einnig
að þelta væri vegna þess að sumt af
fiskinum væri ekki nóg pressað, því hér
um bil */* af pökkunum héldu fullri vigt,
en þegar rýrnunin var reiknuð á heild-
arþunganum, reyndist hún vera 5°/».