Ægir - 01.06.1932, Side 10
144
ÆGIR
og munu góð skip, hvað lagi þeirra við-
víkur, lála fljótt að stýri og stöðva má þá
skjótlega þótt á fullriferð séu. Alteruþetta
miklir kostir við veiðar, og þegar við
bætist, að kolaeyðsla er fremur lítil og
skipin eru vistleg fyrir þá er þar vinna,
er ekki að undra þótt fiskimönnum langi
til að eignast slík skip.
Kaup á skipum, sem brúkuð hafa ver-
ið lengi, er ávalt vandaverk og til
þeirra erinda eru þeir aðeins færir,
sem þekkja skip út og inn og vita bvar
skemdir og gallar geta helzt leynst.
Þar þýðir ekkert að fara eftir lofsöng
þeim, sem seljandi syngur sínu skipi,
ekki heldur eftir sögum um hvernig
skipið hafi afborið þetta eða hitt stór-
viðrið, sem hann telur meðmæli, en er
að réttu Iagi bending um slit og
áreynslu. Seljandi getur varla sagt
skipið yngra en það er, því aldur má
finna í skipaskrá- og byggingabréfi, en
þegar skip fara að verða 20—30 ára
gömul, hafa þau séð sitt fegursta, og
hvernig er ketill og vél?
f*að er lítill ávinningur að kaupa skip
í útlöndum þótt ódýrt þyki og verða að
kosta til þess er heim er komið, skips-
verðinu, í aðgerðir og klastur á þeim
lilutum, sem ekki koma í ljós er keypt
var. Eins og gabba má mann, sem ekk-
ert vit hefur á hestum, í hestakaupum,
eins má leika á þann og engu síður, sem
lítið þekkir til skipasmíða í skipa-
kaupum — og aðferðin er auðveld. Fyr-
ir 2—300 kr, má mála og snyrta línubát
svo, að hann líkist skemtiskipi og ýmis-
lega má hylja galla og leiða augu og
hug manna, sem ekki eru þvi kunnugri
skipum, frá þvi, sem felt gæti verð hins
framboðna skips, lægju þeir beint fyrir.
Hvernig hefur viðhald línubáts í Nor-
egi verið í 20—30 ár og hvernig er með
ryðið og afleigingar þess?
Sá, sem lætur smiða vandað skip,
sem tekið er í fyrsta flokk og hvergi
sparað, mun lilla gleði hafa af skipi
sínu, sé þvi ekki haldið við og þeir, sem
með skipið fara, hafi vit á hvernig á að
halda því við. Viðhald er engu síður
nauðsynlegt en vandað smiði og úrvals
efni. Eigi vanhirða sér stað, munu jafn-
vel sterkustu og vönduðustu skip þurfa
viðgerða, sem kosta mikið fé.
Eigendur skipa og skipstjórar, verða
að hafa vakandi augu fyrir þessu, því
reynslan hefur sýnt, að sum, að heila má
ný stálskip, hafa þurft kostnaðarmiklar
viðgerðir, en önnur skip siglt ár eftir ár
og verið jafngóð eftir.
Stríðið við ryð, byrjar meðan stál-
og járnskip er á stokkunum í smíðum
og lieldur áfram, meðan þau ftjóta.
Stál ryðgar frekar en járn — og af
þvi mun stafa, að meira er talað um
þann erkifjanda, síðan farið var al-
ment að smíða stálskip.
Auk ryðs þess, sem dreifir sér yfir flöt
járnsins, sem smátt og smátt þynnir það
á miklu svæði, er önnur tegund ryðs,
sem étur sig inn í járnið á köflum og
myndar djúp, mjó göt í járnið. Er það
hin svo nefnda »tæring« í járni (Grav-
rust á dönsku, pitting á ensku). Virðist
tæringin koma úr járninu að innan, en
ekki utan frá (ryðpollar).
Þegar járnplötur koma frá verk-
smiðjunum (Valseværk) eru þær ekki
hreinar og á þeim er húð (Glödeskal)
sem smásaman dettur af, en er víðast,
þar sem aðgæzla við smiði er höfð,
leyst upp með saltsýrublöndu, áður en
olía eða málning kemur á járnið, enda
mun flestum, er með skip fara vel kunn-
ugt, að það er verra en ekki neitt að
bera á staði, þar sem sú húð er, því
hún dettur af og járnið verður bert und-
ir. Áður en skip er málað, verður að