Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1932, Síða 21

Ægir - 01.06.1932, Síða 21
ÆGIR 155 Þingsályktanir а. Afgreiddar til ríkisstjórnarinnar: 1. Þál. um breyting á erfðalögunum. 2. Þál. um Hinn almenna mentaskóla í Reykjavík. 3. Þál. um ákvörðun á tölu starfs- manna við starfrækslugreinir og stofn- anir rikisins. 4. Þál. um fækkun prestsembætta.. 5. Þál. um strandferðir. б. Þál. um skipun milliþinganefndar, til þess að ihuga og koma fram með lil- lögur um mál iðju og iðnaðar. 7. Þál. um leigu á landi Garðakirkju á Álftanesi. 3. Þál. um greiðslu fyrir Ijóslækning- ar slyrkhæfra berklasjúklinga. 9. Þál. um verzlunarsamninga við Noreg. b. Nefndaskipun : Till. til þál. um skipun nefndar til að gera tillögur um niðurfærslu á útgjöld- um rikisins. Síldveiöarnar í sumar. Samkv. 6. gr. laga nr. 26 1925, eryflr- sildarmatsmönnum gert að skyldu að senda Fiskifélaginu vikulega skýrslu um saltaða, kryddaða og sérverkaða síld. Meðan Síldaréinkasalan starfaði, önnuð- ust trúnaðarmenn hennar þessa skýrslu- gerð. Nú er fyrirsjáanlegt, að ekkert op- mbert sildarmat verður framkvæmt í sumar, en skýrslnagerð þessiersvo mik- dsverð fyrir framleiðendur og þá, sem fást við sölu á sild, að hún má með engu móti falla niður. Fiskifélagið snéri sér því til Stjórnar- •'áðsins með fyrirspurn um álit þess og skilning á umræddum lögum og hefur Stjórnarráðið með bréfi, dags. 24. júní þ. á. úrskurðað að það líti svo á, að umráðamenn söltunarstöðva séu skyldir að gefa Fiskifélaginu skýrslu yfir þá síld sem verkuð er á stöðvum þeirra. Fiskifélagið mun því eins og að und- anförnu hafa þessa skýrslusöfnun með höndum, og verður erindrekum þess og þeim mönnum er safna aflaskýrslum fyrir félagið úti um landið, falið að taka á móti skýrslum þessum frá verkunar- stöðvunum. Yerða síðan skýrslur þessar þegar búið er að leggja þær saman, sím- aðar til erindreka Fiskifélagsins, svo fram- leiðendur geti fylgst með á hverjum tíma, hve framleiðslan er orðin mikil, og þvi hagað rekstri sínum í samræmi við það. Sömuleiðis mun Fiskifélagið eins og að undanförnu, skiptast á skýrslum við fiskimálastjórnina norsku, um veiði Norð- manna hér við land, en það hefur verið falið norska eftirlitsskipinu undanfarandi að safna þessum skýrslum saman. Ennfremur mun Fiskifélagið eftir föng- um leitast við að safna upplýsingum um þátttöku og veiði skipa annara þjóða hér við land, meðan á sildveiðunum stend- ur, og sömuleiðis eftir að þeim er lokið og skipin komin heim. Fiskifélagið leyfir sér því hér með að fara þess á leit við forráðamenn allra sildarstöðva, að þeir láti ekki dragast að senda þessar skýrslur — sem í sumar verða líklega teknar saman á laugardög- um til hægðarauka, og þá miðað við þá veiði sem komin var í salt fyrir kl, 24 á föstudagskvöld. Kr. B. Samband sænskra síldarksupmanna hefur nýlega sent mörgum af stærri fram- leiðendum hér, bréf, þar sem þeir til- kynna að þeir muni enga síld kaupa í ár hvorki frá íslenzkum né norskum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.