Ægir - 01.06.1932, Page 22
156
ÆGIR
framleiðendum, sem söltuð sé fyrir 25.
júlí. Ættu menn fyllilega að gefa þessu
gaum, því varla verður svo mikið verk-
að í sumar, að vandkvæði verði með að
ná í sæmilega síld eftir þann tíma.
Ennfremur er tekið fram i bréfinu.að
sambandið neiti að kaupa síld úr göml-
um tunnum.
Skipströnd. Hinn 27. mai, um há-
degi, strandaði »Esja« við Höskuldsey
á Breiðafirði í bezta veðri. Tjón varð
ekki, nema ýmiskonar ruglingur og ó-
þægindi, sem ferðafólk, sem með skip-
inu var, varð fyrir og hætta varð við
strandferðina. Sökurn þess, að eigi auð-
ið að taka skip af Esjustærð á slip hér,
varð það að fara til útlanda til við-
gerðar, því botn þess var mikið skemmdur.
Hinn 7. júní, strandaði »lslandið«
við Siglunes í þoku og fór meðl3milna
hraða. Togarinn Bpórólfur* (Kveldúlfs)
dró skipið af grunninu og sýndi skip-
stjóri Kolbeinn SigurðssoD, mikinn dugn-
að ásamt skipverjum, við það verk.
»íslandið lak ekki, svo ferð var hald-
ið áfram til Kaupmannahafnar.
Færeysk kol. Frá Þórshöfn í Færeyj-
um er símað, að nú verði hafist handa
á ný um kolavinnslu í Færeyjum. Ersagt,
að Hedemann, heildsali í París, hafi fengið
einkaleyfi til vinnslu kolanámanna iTrang-
isvog á Suðureyju, eftir að hafa fengið
umráðarétt yfir námunum frá frönsku
félagi, sem fyiir nokkrum árum fékk
rétt á þeim og hóf framkvæmdir, þótt
minna yrði úr en í fyrstu var til ætlast.
Áætlað er, að í námunum séu 120 millj.
smálesta og að gæði kolanna standi eigi
mjög að baki enskum kolum.
Björgun. Fyrir nokkru siðan hvolfdi
bál með 4 mönnum á leið frá Nesi t
Grunnavík að Stað. Tvær unglingsstúlk-
ur í Nesi settu fram bát og tókst þeim
að bjarga mönnunum, all-þjökuðum.
Bóndinn í Nesi, Elías Halldórsson, hef-
ur að sögn bjargað alls 15 mönnum frá
drukknun.
Vitar og sjómerki.
Auglýsing fyrir sjómenn 1932. Nr. 4.
8. Á Gnrðskagariíinn í norð-
vestur af Garðskaga við Faxaflóa hefur
verið lagt út ílotdufl á 20 m. dýpi. Á
duflinu, sem er uppmjótt, og hvítmálað,
er klukkasem hringir þegar duflið hreyfist
64°051/a' n. br. 22° 44' v. Igd., 17« sm.
fjarlægð frá vitanum og í stefnu 106° til
vitans.
9. Ljós- og hljóðduflið á Valhiis-
grunni hefir verið tekið upp til eftir-
lits. Á meðan verður rautt, kúpt dufl á
grunninu.
10. Reykjavikur hafnarvitar (Garðvit-
arnir) nr. 16 og 17, sýna leiftur 30 sinn-
um á mínútu í stað 20, (sbr. Leiðsögu-
bók bls. 39, 1. 19).
11. í Keflavíli við Faxaflóa hefir
verið slofnuð björgunarstöð með flug-
línutækjum. Breidd64°00' ,lengd 22°34' .
12. í Hjörsey á Mýrum hefir ver-
ið stofnuð björgunarstöð með fluglínu-
tækjum. Breidd 64° 32', lengd 22° 22’.
Vitamálastjórinn.
Th. Krabbe.
Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson.
Rikisprentsmiðjan Gutenberg.