Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 4
190
ÆGIR
fyrir fúin sigluiré, þvi þar kemur viðhald
til greina.
Til þess að halda siglum óskemmdum
sem lengst, hefur það ráð verið haft frá
fyrstu tíð, að skafa þær rækilega og bera
á þær fernisolíu á þeim stað, þar sem
gaflar og mastursbönd leika um, en topp-
ar eru venjulega málaðir með þeim lit,
sem formönnum eða eigendum [þykir
hentugastur og ásjálegastur og til þessa
hefur þetta verið íöst regla um allan
heim, þar sem skip eru þrifin. Siglurnar,
er þær eru vel skafnar, drekka í sig ol-
íuna og ver hún fúa og er hið öruggasta
varnarmeðal, því hún fer inn í tréð og
helzt þar.
Nú komum við að hinum nýja sið,
eða aðferð, sem stafar að öllum líkind-
um af tímaleysi þvi, sem hér ríkir á
öllum sviðum. Þegar málning er blönd-
uð til þess að bera á skjólborð, þá er
einhver sendur upp í mastur með dollu
í hverri er samskonar málning, og með
henni eru siglur málaðar frá flauhúni til
þilfars. Þetta virðist mjög hentugt og er
tímasparnaður, þar sem siglur eru ekki
skafnar; litur þetta sæmilega út, meðan
engin utanaðkomandi áhrif verka á, en
nú þyrfti máske að draga upp segl, ann-
aðhvort til að sigla með því eða þá þurka
það, en hvað skeðurþá? Málningin, sem
ekki kemst inn í tréð, heldur er sem
skán utan á þvi, fylgir með gaffli og
masturböndum og skilur eftir bert tréð
og þá á væta og raki greiðan aðgang
inn í það og vitum við öll að þá er fúi
vis.
Þar sem sjómenn hafa frá byrjun not-
að aðferðina, að skafa siglur og bera á
þær olíu til þess að ending yrði sem
bezt, þá er nýja aðferðin þessi, að skafa
þær ekki, maka þau í málningu yfir skít
og hvað sem fyrir verður, svo ending
verði sem skemmst. Að vísu ætlast menn
líklega ekki til þess, en tími til að at-
huga málið er enginn.
Ef menn, einkum hér syðra, vildu taka
eftir siglum Akranesbátanna, þá gætu þeir
séð hvernig siglur eiga að vera, því frá
þeim er gengið að sjómannasið og með
það fyrir augum, að þær endist sem
lengst.
Sveinbjörn Egilson.
Fiskverkunin sunnanlands.
Samkvæmt því sem séð verður af afla-
skýrslum og útflutningsskýrslum er nú
búið að verka um 12500 fonn af fiski
þeim, sem á land kom á síðustu vertíð
við Faxaflóa, að meðtöldum afla í Grinda-
vík, Stokkseyri og Eyrarbakka. En alls
er aflinn á þessu svæði í ár 39 756tonn.
Rúmlega 2/« aflans hefur enn ekki náðst
að þurka.
Álit Jóns Magnússonar yfirfiskimats-
mauns er eftirfarandi, og þá komið fram
í miðjan ágúst.
Aðalatriðið er, að sem stendur liggur
ekkert af fiski undir skemmdum.
Til þess að fullverka þann fisk, sem
nú liggur á fisldstöðvunum, þarf 20 —
30 þurkdaga. En bregðist það, að svo
margir þurkdagar komi, verða menn
að nota þurkhúsin, þó þarf að minnsta
kosti allt að V* mánaðar þurk til þess,
að hægt sé að fullþurka í húsum til ára-
móta það sem eftir væri af fiskinum.
Verri óþurkasumur til fiskverkunar,
man Jón Magnússon, svo hann er ekki
vonlaus um, að fiskverkunin geti enn
lánast sæmilega. Og svo mikið hafa menn
saltað flskinn eftir þvottinn i slikri ó-
þurkatið, sem í ár, að um skemmdir er
ekki að ræða, þó fiskurinn bíði lengi
þurks.