Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 10
196 ÆGIR Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi maí—júlí 1933. Vorvertíðin hér í fjórðungnum má í ár yfirleitt teljast mjög léleg. Hún byrj- aði óvenjulega seint og varð einnig enda- slepp um aílafenginn. Vetraraflinn varð, eins og kunnugt er, rnjög góður og sumstaðar í bezta lagi. En um páskana dró úr aflanum og var hvervetna hér nærlendis nær fisklaust fram í byrjun maí. Pá tók að aflast vel, og mátti heita góðfiski fram undir mán- aðamótin, og nokkur fiskur gekk þá í ytri hlut Djúpsins. En um hvítasunnu dró skyndilega úr aflanum, svo fisklaust mátti heita hér úr því. Flestir hættu og liskveiðum í öndverðum júnímánuði, og síðan hefur verið aflalaust. Stærri bátarnir héðan voru jafnan að veiðum við Snæfellsnes fram undir hvíta- sunnu og öfluðu vel fyrri hlut maímán- aðar. Að öðru leyti vísast til eftirfarandi upp- lýsinga um aílabrögðin í veiðistöðvum fjórðungsins í vor. Flaley. Þaðan gengu 3 skip á færa- veiðar í vor, og að auki fáeinir smá- bátar. Aflinn til 1. júlí talinn 75 smál. 1 fyrra var aflafengurinn á 2 skip og nokkra báta sagður 64 smálestir. Víkur og vestanverður Patreksfjörður. í vor gengu þaðan 15 opnir bátar og öfluðu um 72 smál. Var góðfiski þar framan af vori. í fyrravor fengu 16 bát- ar um 57 smál. þarna. Vatneyri í Patreksfirði. Aflinn er nú eingöngu bundinn við Vatneyrar-verzl- unarstaðinn, því útgerð af Geirseyri er nú horfin. Togararnir tveir þaðan, voru að veiðum þar til í öndverðum júní. Ennfremur tvö færaskip um 12 lesta, en öpnir vélbátar gengu þaðan nú einungis 2—3, og öfluðu sárlítið, svo vart er telj- andi. Aflinn frá páskum talinn um 728 smálestir. 1 fyrra gengu frá Patreksfirði, 1 togari, 2 færaskip og 5 opnir vélbátar. Aflinn þá talinn rúmar 600 smál. Tálknafjörður. Á 10 opna báta aflaðist þar í vor um 70 smálestir, en í fyrra 56 smál. Allgóður aíli fyrri hluta vors. Arnarfjörður. Voraflinn þar ákaflega rýr og færri bátar að veiðum við fjörð- inn en áður. Línubátarnir tveir, sem keyptir voru þangað í vetur, voru þar að veiðum fram á vorið. Ennfremur lögðu 5 togarar úr Reykjavik þar upp um 480 smál. Aflinn á línubátana og opnu bátana talinn einungis um 130 smál. frá páskum til júlíloka. 1 fyrravor var aflinn á færaskipið Geys- ir og 15—16 opna báta talinn um 120 smál., mun það hafa verið nokkru meira, og má vel vera að aflinn reynist þarna nokkru rífari. Dijrafjörður. Línubátarnir (Fjölnir og Fróði) héldu þar úti fram í öndverðan júní, svo og 2 vélbátar og nokkrir smá- bátar. Aílafengur frá páskum til júniloka, tal- inn 278 smál. í fyrra var voraflnn á sömu skip talinn 346 smál. Önundarfjörður. Voraflinn þar er nú að eins talinn 175 smál., en í fyrravor var afli þarna 346 smál. Bátatala svipuð, 8 — 10 bátar framan af vori, en flestir þeirra hættu nú mjög snemma. Súgandafjörður. Þar er voraflinn sagð- ur 150 smál. á sömu báta og gengu það- an á vetrarvertíðinni. 1 fyrra var aflinn talinn þar yfir vorið einungis 119 smál. Bálatalan hin sama. Góðfiski var þarna um tíma í maí- mánuði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.