Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 9
ÆGIR 195 Breiðavík, Karlskáli, Vaðlavík: Þar byrj- aði veiði snemma í maí á 5 árabálum, en í júnílok stunda þaðan 7 opnir vél- bátar og 3 árabátar. Afli 11525 kg. stórf. og 12800 kg. smáfiskur. Eskifjörður: Þar hefur bátatalan verið hæst 2 ytir 12 lesta og 7 minni. Afþess- um 9 bátum var 6 haldið út af Horna- firði en þeir 3 er heima voru byrjuðu ekki veiði fyr en eftir miðjan maí, nema einn. Heima veiddur afli þessara báta í júnílok er 34080 kg. stórf. og 20750 kg. smáfiskur. Reyðarfjörður: Þar hefur verið mest 1 bátur yfir 12 lesta og2minni. Afþess- um þrem bátum voru 2 gerðir út af Djúpavogi og verður vertíðarafli þeirra talinn þar. Afli þessara báta heima, er í júnílok 23700 kg. slórf. og 7700 kg. smá- fiskur. Valtarnes — Hafranes: Þar hófst veiði fyrri hluta apríl og hefur bátatala þar verið að smáaukast til þessa. Nú eru þar 5 opnir vélbátar og 3 árabátar. Afli í júnílok 10240 kg. stórf., 26310 kg. smáf. og 400 kg. ýsa. Fáskrúðsfjörðnr: Með honum verða taldar smáverstöðvar út með firðinum. Ulgerð þar er svipuð og hún var hið fyrra ár, að eins einn bátur fór þaðan til Hornafjarðar, enda standa Fáskrúðs- firðingar bezt að vígi hér eystra með að stunda veiðar frá heimili sínu. Þeir hafa allgóða báta og eftir að fer að líða á vetur, gengur fiskur að Hvítingum og taka þeir þá mestan sinn vetrar og vor- afla þar. Bátatala þar er eftir að smá- stöðvarnar byrja veiði, sem er um miðj- an apríl, 5 yfir 12 lesta, 5 undir 12 lesta, 12 opnir vélbátar og 8 árabátar. Afli í júnílok 353960 kg. stórf., 157600 kg. smá- fiskur og 2560 kg. ýsa. Stöðvarfjörður : Þar byrjaði veiði fyrri hluta apríl og stunda hana nú 9 opnir vélbátar og 5 árabátar. Afli í júnílok 2100 kg. stórf. og 28260 kg. smáfiskur. Djúpivogur: Þaðan hafa stundað veið- ar 6 aðkomnir bátar og 1 bálur er þar átti heima. Aðkomubátarnir voru 3 af Norðfirði, 2 af Reyðarfirði og 1 af Seyð- isfirði. Af þessum 7 bátum er þarna stunduðn veiðar, voru 4 yfir 12 lesta. Nú síðari hluta júní hafa byrjað þar veiði 5 opnir vélbátar. Afli í júnílok 153320 kg. stórf. og 33900 kg. smáfiskur. Eftir sjóferðafjölda er veiði þar góð. Hornafjörður: Þar byrjaði veiði eftir miðjan febrúar á 9 bátum, en 15. marz eru þar 9 bátar yfir 12 lesta og 14 und- ir 12 lesta. Þessi tala helst þar til um 20. maí, að bátar fara að flytja heim og í maílok er þar öll veiði hætl. Afli þar er 931986 kg. stórf., 22700 kg. smáfiskur og 1785 kg. ýsa. Um vertíðina á Hornafirði er það að segja, að hún mun sú aflahæzta nú á síðari árum, t. d. er meðalafli á hvern bát þar 100 skpd. hærri en á sama tima í fyrra. Stórfiskur er á Hornafirði 2348 skpd. meiri en í fyrra og smáfiskur 115 skpd. meiri. Þegar bátar hæltu veiðum á Hornafirði, var þar sæmilegur afli. Síld hefur verið mikil í fjörðunum hér, að mestu óslitið frá því í fyrra haust. Eskifiröi 18. júlí 1933. Friðrik Steínsson. Frá 1. sept. verða innlánsvextir í spari- sjóði 4°/o og á innlánsskírteinum 4V2°/o. Frá sama degi verða vextir af lánum 6°/o, forvextir af vöruvíxlum 5V2°/o og aföðr- um víxlum 6°/o. Landsbanki íslands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.