Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 5
ÆGIR 191 Hnappar úr fiskimjöli. Haappar eru svo alraennt notaðir nú á dögum, að fæstum okkar kemur til hugar að grennslast eftir uppruna þeirra. Vinnsla hnappa er þó að mörgu leyti afar merkilegur iðnaður og vel þess verð, að maður gefi henni nokkurn gaum, sérstaklega síðan það kom í Ijós, að búa má til hnappa og aðra skylda vinnu úr fiskimjöli. Hnappar hafa verið unnir úr skeljum ýmissa tegunda skelfiska um langtskeið. Skrautgripir af ýmsu tægi eru unnir úr þessum sömu skeljum, því að inn-yfir- borð þeirra, sem næst snýr sjálfumfisk- inum er þakið einstaklega fallegum gljá- andi lagi, sem kallað er perlumóðir (mother of pearl). Með byrjun tuttugustu aldarinnar, upp- götvuðu Pjóðverjar, að hægt er að vinna hnappi úr tilbúnu horni (hardenedpro- tein plastics). Hornið bjuggu þeir til úr eggjahvítuefni, sem unnið er úr mjólk og kallast casein, en það er eiginleiki þessa efnis, að hægt er að gera það hart og hornkennt með sérstökum aðferðum, svo að það er einkar vel fallið til vinnslu hnappa, hnífaskafta, kamba og annara hluta af sömu tegund. Á Fiskrannsóknarstofu ríkisins í Hali- fax N. S. er ungur doktor, W. W. Johns- ton að nafni. Síðastliðið haust tók hann sér fyrir hendur að athuga, hvort hægt væri að búa til nægjanlega sterkt horn úr eggjahvítuefnum fiskanna og hvort þau myndu ekki reynast ódýrara hrá- efni en casein. Það er bert, að rættust vonir doktorsins, þá var fundinn góður markaður fyrir óætan fisk og fiskúrgang, sem nú er vanalega seldur sem fóður- bætir. Það má geta þess sem dæmi umstærð markaðsins, að árið 1925 notaði Þýska- land 3000 tons af casein við hornvinnslu sína, það sama ár notaði Frakkland 4500 tons, en Bandaríkin fluttu inn 30,000 tons af casein árið 1931, sem mestmegn- is var notað við hornframleiðslu. Cana- dian Chemistry and Metallurgy segir, að árið 1925 hafi það kostað 0.25 kr. að framleiða eitt Ib. af casein, en markaðs- verðið hefur verið lægst 0.35 kr. per lb., en hæst hefur það verið 3.15 kr. per lb. Ef við berum þessar tölur saman við samsvarandi tölur fyrir fiskimjöl, þá kemur í Ijós, að kostnaðuriun við að framleiða eitt lb. af fiskimjöli er 0.05 — 0.10 kr. per lb. Hornið er vanalegast búið til með þeim hætti, að mýkjandi efni (plasticizing agenl) er bælt við eggjahvítuefnið. Þessi blanda er síðan hóflega hituð og samtímis press- uð í nokkrar klukkustundir, undir þungu fargi. Þegar blandan kemur undan farg- inu, er hún i stangar eða þynnu formi, eftir því hvað heppilegast þykir. Hún er því næst hert eða hörkuð með því að leggja hana í bleyti í formaldeliyde upp- lausn um nokkurra daga skeið, en síð- an er hún vandlega þurkuð. Bað lcom brátt í ljós, að fiskimjöl það sem nú er á markaðinum, var óhæft. Hornið, sem hægt var að búa til úr því var bæði brothælt ogóásjálegt. Við þessu hafði verið búist, þvi að mjölið inni- heldur að eins 60—70% af eggjahvítu- efnum, afgangurinn er fita og sölt, sem alls ekki eiga heima i tilbúnu horni. Dr. Johnston bjó þá til fiskmjöl úr flökum ýmsa þorskfiska, en í stað þess að þurka það á vaualegan hált, þá dró hann úr því vatnið með spiritus. Hornið, sem bú- ið var til úr þessu mjöli, reyndist gegn- sætt, hart og sveigjanlegt og í alla staði hið ákjósanlegasta. Síðan þetta gerðist hefur verið búið til horn úr holdi flestra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.