Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR 193 frá útlöndum — látið aðrar þjóðir búa upp í hendurnar á sér og hirða arðinn af þeirri atvinnu, sem við það er. Von- andi fer þetta nú að breytast, og er þessi nýja verksmiðja fyrsla sporið í þá áttina. Verksmiðjan framleiðir nú fyrst fiski- línur af mismunandi stærð. Eru þær svipaðar útlendum fiskilínum, en nýung er það hér, að þær eru gegnvæltar í sér- stökum legi, sem ver þær fúa og áti smá- lífsgróðurs í sjónum, og hefur þetta reynzt betra en börkun, t. d. i Noregi. Síðar verða framleiddir öngultaumar, færi og fleira. Norskur fagmaður, Fr. B. Petersen, hefur verið fenginn til þess að standa fyrir öllu hinu verklega hjá hinu nýja fyrirtæki. Hann hefur um mörg ár unn- ið hjá »Spilkeviks Snöre-Not og Garn- fabrik« í Álasundi. Svo fór hann til Ame- ríku fyrir þá verksmiðju og eftir að hann hafði unnið í úlbúi hennar þar um hríð, stofnaði hann með ýmsum öðrum, veið- arfæragerð i Seattle og vann þar í 6 ár, Starfar sú veiðarfæragerð enn, en Peter- sen hvarf heim til Noregs vegna þessað kona hans vildi ekki flytjast vestur um haf. En þegar heim til Noregs kom fékk hann ekki atvinnu, og þess vegna var Veiðarfæragerð Islands svo heppin að ná í hann. Er það mjög þýðingarmikið fyrir nýtt fyrirtæki að hafa frá öndverðu í þjónustu sinni útlærða menn, sem þekkja allt til iðnaðar síns. Vélar til verksmiðjunnar hafa verið keyptar frá Noregi og eru þær knúðar með rafmagni. Geta þær spólað allt að 36 þræði í senn, og síðan má tvinna og þrinna þá þræði eftir vild. Gengur þetta afar fljótt og er mikill munur á þessum vinnubrögðum eða meðan allt var unn- ið i höndunum. Er sá munur viðlika mikill og er á handsnældu og nýmóðins spunavél eða tvinningarvél í klæðaverk- smiðju. Skýrsla erindrekans í Austfirðingafjórðungi frá 1. apríl til 1. júlí 1933, í aprilmánuði hömluðu ógæftir mjög veiðum, en afli var talsverður þegar á sjó gaf á Hornafirði og Djúpavogi eða fyrir Suðausturlandi. 1 maí var þar og góður afli og gæftir þá betri. Beita var alltaf flult frá Aust- fjörðum suður þangað, því síli veiddist ekki á Hornafirði í vetur eins og að und- anförnu. Veiddist alltaf næg síld á Aust- fjörðum og þurfti því ekki að vera beitu- skortur af þeim orsökum, en vegna ó- hentugra samgangna urðu bátarnir, er veiðina stunduðu oft að sækja beituna sjálfir. Um og eftir miðjan maímánuð byrjaði grunnmiðafiski við Austurland. Má telja það með bezta móti nú á síðari árum. Mikið hefur verið veitt með haldfæri á árabátum og opnum vélbátum. Bátar fluttu af Hornafirði og Djúpa- vogi um og eftir 20. maí og fengu góð- an afla fyrst eftir að heim kom. Hélzt sá afli til mánaðamóta maí og júní og sumstaðar til miðs júní. Úr þvi fer afli að verða tregari og fiskurinn, sem veið- ist miklu smærri. Beituskortur síðari hluta júnímánaðar dró og nokkuð úr veiði. Um mánaðamótin júní—júlí veið- ist aftur mikið af síld á Seyðisfirði og Eskifirði. Sildin er af ýmsum sfærðum, þó lítið af stórsild (hafsíld). Um mán- aðamót júní—júlí reyndist fitumagn síld- arinnar 11% og var mikið af henni full af hrognum og sviljum. Afli i einstökum veiðistöðum. Skálar: Þar byrjaði veiði lítið fyr en í júnímánuði. Stunda þaðan 4 opnir vél-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.