Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 6
192
ÆGIR
þeirra fiska, sem eru hér við ströndina,
jafnvel háfarnir hafa reynzt nothæflr.
lJað er nokkuð snemmt að segja nokk-
uð ákveðið um endanlegan árangur þess-
ara rannsókna, því að þær eru enn þá
á byrjunarstigi. Á þessu stigi málsins
virðist, að framleiða þurfi sérstakt fisk-
mjöl ef nota á það við vinnslu horns,
en af því leiðir, að mjölið kostar mun
meira, en það mjöl sem nú er selt sem
fóðurbætir. Samt sem áður er verðmun-
urinn á algengu fiskmjöli og casein svo
mikill að ekki er víst nema þetta nýja
mjöl geti keppt við það um hornmark-
aðinn.
17. júni 1933. Halifax N. S.
Þórður Þorbjarnarson.
Auglýsing um útfiutning á nýjum
og frystum fiski og óverkuðum
saltfiski.
Hver sá, sem óskar að senda til Bret-
lands hins mikla og írlands nýjan eða
frystan fisk (þar með talin sild), eða ó-
verkaðan saltfisk, á yfirstandandi ári,
verður fyrir 20. þ. m. að senda atvinnu-
og samgöngumálaráðuneytinu skriflega
beiðni um leyfi til slíks úfflutnings, og
skal tilgreina í beiðninni í hvaða mán-
uði fiskurinn eigi að flytjast út. Beiðn-
inni verður að fylgja nákvæm sundur-
liðuð skýrsla um útflutning beiðanda á
nýjum og frystum fiski og óverkuðum
saltfiski á árunum 1930, 1931 og 1932,
hverju fyrir sig, og ber að tilgreina stærð
hverrar einstakrar fisksendingar, mánað-
ardag er sendingin fór héðan frá landi,
með hvaða skipi hún fór og til hvaða
erlendrar hafnar hún var flutt. Betta
gildir jafnt, hvort sem fiskurinn hefur
verið fluttur út í veiðiskipunum sjálfum
eða sendur með öðru skipi en því, sem
hann var veiddur af, og jafnt hvortfisk-
urinn hefur flutzt til brezkra hafna eða
annara erlendra hafna.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneylið
5. ágúst 1933.
Nýtt iðnfyrirtæki.
Færaspunaverksmiðja.
1 vikunni sem leið tók til starfa hér í
bænum nýtt iðnfyrirtæki, »Veiðarfæra-
gerð lslands«, og er hún til húsa á Lauga-
veg 42. Stofnandi hennar er Skúli Páls-
son frá Önundarfirði. Hann byrjaði
fyrir tveimur árum á því að undirbúa
þessa atvinnugrein hér. Sótti hann einu
sinni um styrk til Alþingis, en þá þótti
ekki taka því að veita styrk til slíks.
Skúli gafst þó ekki upp og hefur efna-
lítill brotist í því að koma færaspuna-
verksmiðju þessari upp og hefur hann
notið til þess stuðnings ýmissa góðra
manna, sem séð hafa hver nauðsyn er
hér á slíku fyrirtæki. J?að eru nú nær
200 ár siðan Árni Magnússon stofnaði
færaspuna hér i Reykjavik. Sá hann þar
lengra en samtíðarmenn hans. Honum
var það Ijóst, að útgerð hlaut að verða
aðalatvinnuvegur landsmanna, og að þá
var nauðsynlegt fyrir þá að búa upp í
hendurnar á sér og læra af reynslunni,
hvað hagkvæmast væri um veiðarfæra-
gerð hér. Ennfremur vakti það fyrir hon-
um að skapa um leið aukna atvinnu í
landinu.
»Innréttingarnar« og færaspuninn féll
niður, sem kunnugt er, og í nær tvær
aldir hafa íslendingar keypt öll sín veið-
arfæri, frá því smæsta til hins stærsta,