Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 21

Ægir - 01.08.1933, Blaðsíða 21
ÆGIR 207 skip það, sem kemur til aðstoðar, verð- ur, sé þess kostur, að vera í hlé, meðan dráttartaugin er útbúin. Það skip, sem draga skal, festir því næst dráttartauginni við akkeriskeðju eða keðjur sínar og gengur vel frá þeim sam- skeytum svo hvorki rakni eða nuggist og þegar aðstoðarskipið byrjar drátt, skal gefa svo eftir á keðju, að þyngsli henn- ar í sjónum séu það mikil, að aldrei strengi á vír þeim eða kaðli, sem haft er til dráttarins. Með þeirri aðferð má forðast rykki þá, sem allt slíta og koma bát í nauð heilum til lands. Það kemur varla sú vertíð fyrir, að ekki sjáist bát- ur eða bátar, meira og minna brotnir vegna þess að þeir hafa fengið högg af öðrum bátum, bæði í höfn og á rúmsjó, en þau vegsummerki sem sjást þannig á bátum eftir drátt á rúmsjó eru það at- huganaverð, að >jómenn ættu að hugsa það mál vel, hverjar afleiðingar það get- ur haft í för með sér, að skip eða bátar séu látin skella saman í stórsjó. Samband milli skipa má fá með öðru en rakettum, þótt þær séu hér nefndar og almennast mun á fiskiskipum að nota ból, tunnur eða þess háttar, til þess að ná sambandi og það þekkja flestir. Forðist rykki á dráttartaug og þegar draga á bát, farið þá að sem góðum sjó- mönnum sæmir og gerið ykkar til, að þið bjargið skipi þannig, að þeirsemþið ætluðuð að veita aðstoð í nauðum þeirra, séu ekki enn ver staddir eftir tilraunir ykkar, ánumhugsunar og fyrirhyggju. u/s 1933. Sveinbjörn Egilson. Þórður Þorbjarnarson, sonur Þorbjarnar læknis á Bíldudal, er nýkominn heim frá Nova-Scotia (Ame- riku). Hann hefur undanfarin ár stund- að nám við fiskiðnaðarháskólann í Hali- fax, sem er hinn eini háskóli þeirrar tegundar í heimi. Hann hefur notið nokkurs styrks frá Fiskifélagi Islands, meðan hann stundaði námið og lauk hann burtfararprófi í vor með ágætum vitnisburði. Hann fór í heimsókn til föður síns eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavik, en síðari hluta seplember fer hann til London til fram- haldsnáms. Hefurætlunin verið frábyrjun, að Fórð- ur yrði starfsmaður Fiskifélagsins á þessu sviði og taki við þvi starfi, að afloknu námi, næsta ár. Verðlaun úr hetjusjóði Carnegies hefur Sverrir Sigurðsson stúdent nú í Laugavegsapóteki fengið 800 krónur og broncemedalíu, fyrir björgun á sundi. Sverrir er sonur Sigurðar Þorsteinsson- ar verzlunarmanns hér í bænum, en starfaði um hrið í lyfjabúðinni á Sauð- árkróki. Tildrög eru þessi: Föstudaginn 7. nóv- ember 1930, vildi til á höfninni á Sauð- árkróki það óhapp, að maður datt út úr báti. Veður var hvast og illt i sjó. Mað- urinn var ósyndur og hefði eflaust drukkn- að ef Sverrir hefði ekki kastað sér til sunds ognáðihann. Fékk Sverrir haldið manninum uppi meðan vélbátnum var snúið og í þá náðist. Marsvín. Um miðjan ágústmánuð voru um 400 marsvín rekin á land í ólafsfirði og skorin þar. Marsvín (Globicephalus melas) er ein af þeim tólf tegundum tannhvala, sem hittast hér við land. Af þessum tegund-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.