Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 4
90 ÆGIR bátar væru bezt útbúnir með hlífar til að forðast brot á þeim, við skipshlið, þegar verið er að ná bátverjum á þilfar í stormi. Eigi að draga mannlausa báta ætti að gera einhverjar ráðstafanir til þess, að þeir héldust í horfi, þótt ekki sé stýrt, og til þess eru ráð, en þegar leita skal að bátum, þá flýtir fyrir. að litur þeirra sé þannig, að á honum beri sem mest. Við höfum dæmið með »Helgu« frá Hnifsdal í vetur. Meðan verið er að ná mönnum í bátinn, sem þá tók, og ætlaði að draga hana til lands, skella bátarnir saman og hún sökk. Slikt hið sama get- ur orðið við hlið björgunarskútu, séu ekki gerðar ráðstafanir til þess að af- stýra tjóninu. Þegar ég hafði atvinnu á sjó, sögðu skipstjórarnir: »Við vonum hið bezta, en búum okk- ur út til að mœta því verstaa. Hefur þetta ekki einhvernveginn snúist við, hér á landi, síðustu árin ? Menn vátryggja t. d. suraa trillubáta og þeir eru tryggðir með þeim skilyrðum, að þeim fylgi það sem aftan á vátryggingarskýrteini stend- ur og sé brugðið út af einhverri grein skirteinisins, þá er vátrygging laus við greiðslu, þótt illa fari, og þó er það sann- anlegt, að bátar eru ekki búnir þannig út eins og fyrirskipað er — og kemur sumt, sem fylgja ber, aldrei í bát. Vana- lega eru þó tjón greidd, þótt ekki sé allt sem skyldi, en ábyrgð formanna gagn- vart hásetum sínum, þeirra fjölskyldum og ástvinum, er þannig farið, að vegna hennar ættu þeir að breyta eftir gömlu formönnunum, vona hið bezta er þeir leggja á djúpið, en útbúa bát sinn þann- ig, að taka megi móti þvi versta, hversu mjög sem þeir fara í kringum vátrygg- ingarfélög og forsóma að taka það með sér á sjóinn, sem fyrirskipað er í skír- teinum og skipseftirlitið heimtar. Fyrir mörgum árum var stungið upp á því í »Ægi«, að formenn báta í veiði- stöðvum hinna ýmsu héraða landsins, tækju sér einn eða tvo frídaga, að lok- inni vor eða sumarvinnu, léttu sér upp, ræddu sín mál og gæfu hver öðrum góð- ar bendingar. Þessu var aldrei sinnt, sem búast mátti við. Þótt engum geti dottið í hug nokkurt það mál, sem á slíkan fund ælti erindi, þá vil ég þó leyfa mér að minnast á eitt, meðal margra, ogþað eru þær leiðbeiningar, sem reyndir sjó- sóknarar gætu gefið hinum yngri. Dettur nokkrum í hug, að unglingur, sem verið hefur 24 mánuði á mótorbát, á þorsk- og síldveiðum, hafi náð þeirri reynzlu, sem nauðsynleg er, að hver sá hafi, sem tekur að sér það ábyrgðar- mikla starf að gerast yfirmaður á bát, þar sem oft þarf að viðhafa snild, kænsku og þrek, til að sigra í baráttu við hafið, eða hafa verið 8 mánuði stýrimaður á bát til þess að geta tekið smáskipapróf, sem veitir réttindi til skipstjórnar á mót- orbátum, allt að 60 tonn. Hverskonar sjómennsku er yfirleitt auðið að læra á mótorbát á svo skömmum tíma, sem lögunum þykir nógur. Stundi nú hinn ungi maður sjó, með formanni, sem lít- ið kann til verka og hirðir illa bát sinn, þá hefur hann ekki margt fram aðbjóða, sem til formennsku þarf, en virðist hann líklegur til fiskifanga, þá er lagt út í að lesa stýrimannafræði 2—3 mánuði, hjá hinum og öðrum, sem veita tilsögn í þeirri grein og að lokum komið upp í stýrimannaskóla, skömmu fyrir jól, og er þá byrjað á að rannsaka siglingatíma hvers eins. Sjóferðabókin er framlögð og mánuðir lagðir saman, sem hún skýrir frá, að eigandi hennar hafi verið skráður á skip. Séu nú mánuðirnir nógu margir er allt í lagi og að afloknu prófi, fær hann sín plögg, sem leyfa honum að taka

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.