Ægir - 01.04.1934, Side 6
92
ÆGIR
stéttir landsins. Hér er viðkvæðið, það
þarf að fræða fólkið, það á að veita því
sem bezta menntun og það er rétt, en
minnist nokkur á, að fiskimenn þurfi
nokkra þá menntun í starfi sínu, sem
þeir helzt þyrftu. Ekkert, mér vitanlega,
hefur verið rætt um það, manna á með-
al eða opinberlega, hvernig sú fræðsla
ætti að vera, sem fiskimenn hefðu mesta
gagnið af. Það plan hefur enn ekki séð
dagsins Ijós og þó er verið að skjalla
fiskimennina fyrir dugnað og kapp, en
engum dettur í hug að meta þann dugn-
að með nokkru því er einstaklingum
stéttarinnar kæmi að notum og þá eink-
um formannsefnum. Séu íslendingar al-
mennt þeirrar skoðnnar að stýrimanna-
próf geri menn færari í meðferð skipa,
er á sjóinn er komið, viðhaldi þeirra og
frágangi öllum, þá munu þeir hin eina
siglingaþjóð, sem þannig hugsar.
Stýrimannaskólinn í Reykjavik hefur
enga undirbúningsdeild og er hennar þó
sár þörf og hefur verið. Margir þeirra,
sem þar stunda nám, hafa ekki notið
annarar fræðslu en þeirrar, sem barna-
skólar veittu þeim og flestu af því er
gleymt. Um dagleg störf á skipsfjöl vita
þeir ekki annað en það, sem þeir hafa
séð og unnið að á skipum og bátum hér,
hvort sem þau hafa verið framkvæmd
rétt eða ekki. Gamlir siðir og venjur
segja að öllu jöfnu til, hvernig verk eigi
að vinna á skipsfjöl, engu síður en á
jörð í sveit. Bóndanum þætti það léleg-
ur ráðsmaður, sem ekki kynni að tinda
hrifu eða slá á túni, en hér þykir það
engu skifta, þótt stýrimaður á stórum og
smáum mótorbátum kunni ekki að stanga
kaðal, eða gera við, á réttan hátt, það
sem slitnar eða aflaga fer á þilfari — og
er hann þó ráðsmaður fleytunnar. Þeim
hefur ekki einu sinni verið leiðbeint í
því, hvernig þeir eigi að skrifa sjótjóns-
skýrslur og verða oft að fá aðstoð til
þess hjá einhverjum, sem máske aldrei
hefur á sjó komið og ýmislegt mætti
fleira nefna. Fiskimennirnir eiga hér enga
sök. Enginn sinnir þeim og hve mikla
löngun sem þeir hafa til að afla sér verk-
legrar þekkingar, þá finna þeir hvarvetna
lokaðar dyr. Fyrir fræðslu þeirra hefur
ekkert verið hugsað og er ekki enn. Fé-
lagsskapur bátaformanna í veiðistöðvun-
um, gæti hrundið mörgu áleiðis, sem
fiskimenn hefðu gott af að læra, skilja
og vita, og merkilegt mætti það heita, ef
ekkert áynnist með samtökum f þá átt,
að sjómannastéttin fengi — viðbót við þá
verklegu fræðslu, sem hún á kost á hér,
þvi eftir hrósi því að dæma, sem stund-
um er smellt inn í blaðagreinar á stangli,
mætti svo ætla, að hún verðskuldaði ann-
að, en að vera að öllu leyti sett hjá,
hvað fræðslu áhrærir og á ýmsum svið-
um gengið fram hjá henni, sem væri
hún landinu óviðkomandi slétt.
(UA 1934). Sveinbj. Egilson.
Togarinn „Belgaum".
Hinn 20. marz s. 1. lá við að ketill
skipsins springi og mesta mildi, að því
varð afstýrt. Ketillinn hafði, einhverra
orsaka vegna, tæmst en eldur undir og
ekki athugað fyr en um seinan. Belgaum
lá innan um önnur skip og mundi stór-
tjón hafa hlotist af, hefði ketillinn náð
að springa. S. F. Stálsmiðjan hefur við-
gerð með höndum og eráætlaðað henni
verði lokið dagana 16.—17. apríl. Afla-
tjón og vinnutap skipshafnar er mikið,
þareð skipið hefur tafist frá veiðum heil-
an mánuð, á aflamesta tíma vertíðarinnar.