Ægir - 01.04.1934, Page 9
ÆGIR
95
Stjórn kaupstaðarins (bls. 400—491),
7. kafli: Atvinnumál (bls. 492—578), 8.
kafli: Heilbrigðismál (bls. 579—592), 9.
kafli: Kirkjumál (bls. 593 —613), 10. kafli:
Skóla- og menningarmál (bls. 614—648)
og 11. kafli: Yfirlit (bls. 649-662).
Flestum köflunum er skipt í marga
smærri kafla, svo að bókin er mjög
skipuleg og hægt að flnna hvað eina,
sem maður vill lesa um undir eins, en
auk þess fylgir skrá yfir öll mannanöfn,
sem koma fyrir í bókinni, myndaskrá
og heimildaskrá.
Um langfæst af því, sem þessi bók
fjallar, hefur áður verið ritað, og er því
hér um frumrannsókn að ræðaaðmiklu
leyti. Ætti þessi bók þvi að verða öllum
fræðimönnum kærkomin.
Auk þess sem hún segir sögu Hafnar-
fjarðar frá elztu tíð, varpar hún ljósi
yfir mörg atriði í verzlunar- og atvinnu-
sögu Islands, því að höf. hefur gættþess
að hafa sögu landsins í baksýn.
Ekki er hægt að krefjast þess með
neinni sanngirni, að öll kurl komi til
grafar í bók sem þessari og að þar sé
getið um ýms smáatriði, sem gerst hafa
í bænum á síðari tímum. Hitt er meira
um vert, að gefið ségott yfirlit um helztu
framkvæmdir þar, menningu o. þ. h.,
og það virðist vera gert í bókinni. Þann-
ig gefur hún hvarvetna glögga hugmynd
um höfuðlínurnar í sögu Hafnarfjarðar,
án þess að kafna í aukatriðum eða verða
langdregin um of.
Við, sem fæddir erum í Hafnarfirði og
erum nú orðnir gamlir menn, hefðum
kosið að sjá á prenti, eittbvað af þeim
mörgu sögum og skrítlum, sem voru, ef
svo má að orði komast, sérstök eign
þorpsins, einkum frá árunum 1874 til
aldamóta. Gamlir Hafnfirðingar hittast
vart svo þann dag í dag, að ekki beri
þær á góma og þegar einhver byrjar,
stendur ekki á þeim næsta að halda
skemmtuninni við. Það mætti minnast á
hina afburða fiskimenn (handfæri) með
nöfnum, því á sínum tíma voru þeír
engu síður þekktir meðal útgerðarmanna
og félaga sinna, en togaraskipstjórar eru
nú, en engin sanngirni mælir með, að
slíkt sé heimtað í bók, sem hér um ræð-
ir, jafn vísindaleg og hún er, enda erum
við nú orðnir fáir, sem njótum þess, að
endurminningar okkar sjáist á prenti.
Aðrir siðir, áhugi og hugsunarháttur rik-
ir nú í Hafnarfirði en á okkar uppvaxt-
arárum. Við keyptum ekki skemmtanir
dýrum dómum, heldur fundum þær upp
sjálfir, þær voru af ýmsu tæi og likuðu
vel. Kosningar til Alþingis voru líkt og
aðrir skemtidagar, einhver bauð sig fram,
og vildi hann á þing fara, þá varaðað-
stoða hann og kjósa, því það var upp á
hans ábyrgð hvernig hann kláraði það
allt. Okkur, sem uppaldir erum í Hafn-
arfirði, þykir vænt um hann og erum
þakklátir fyrir bernskuár okkar. Búksorg
þekktist ekki, þrátt fyrir fátækt víða hvar,
því fjörðurinn veitti björg i ríkum mæli
og hún var engin slorfæða, því rauð-
sprettan i Hvaleyrartjörn og firðinum
var annáluð, jafnvel svo að stórhöfðingj-
ar og alþingismenn úr Reykjavík, gerðu
sér ferðir suður í Fjörð, til þess að fá
að smakka steikta rauðsprettu, með til-
heyrandi snöpsum og bjór.
Á vetrum komu ufsahlaup og síld á
vorin, að við ekki nefnum sjóbirting fyr-
ir utan lækjarósinn. Meðan fullorðna
fólkið var í vinnu eða hafði annríkt heima
fyrir, veiddu strákarnir i pottinn og um
skemmdan fisk var ekki að ræða. Það
er örðugt verk fyrir framandi mann að
komast að því, sem okkur gömlu körl-
unum þætti skemmtilegast að lesa, því
út á spurningar í þá átt, gefa gamlir
Hafnfirðingar fá svör og margt kemur