Ægir - 01.04.1934, Síða 18
104
ÆGIR
Cheljuskin.
Fögnuður var mikill um gjörvalt Rúss-
land, hinn 13. apríl s. 1., er það fréttist,
að hinum siðustu skipbrotsmönnum af
ísbrjótnum Cheljuskin hefði verið bjargð.
Er þá lokið einhverju hinu merkilegasta
björgunarstarfi sem sögur fara af. Þann
dag voru réttir tveir mánuðir síðan Chelju-
skin fórst, en skipstjóri, og aðrir leið-
togar leiðangursins, sáu i tæka tíð hvað
verða mundi, og björguðu út á isjaka
ekki einungis allri áhöfninni, heldur og
þeim vistum, sem hægt var að forða,
og ýmsum áhöldum, svo sem loftskeyta-
tækinu, svo hægt var að gera aðvart um
afdrif skipsins, og láta fréttir berast af
skipbrotsmönnum dag frá degi. Allsvoru
þarna 90 manns, og höfðust þeir við á
ísjökum, sem stöðugt voru á hreyfingu,
og ekki ósjaldan gerði niðaþoku, svo
vart sást út fyrir jakann, sem þeir dvöldu
á. Eitt sinn sprakk jakinn undir kofa
þeirra, svo hann klofnaði í tvennt.
Enn fremur veiktist einu sinni foringi
fararinnar, dr. Schmidt. Vikum saman
beið fólkið þarna, unz flugvél korast
þangað, og nú voru konurnar og börnin
— alls 12 manns — flutt til mannabyggða.
Enn leið langur tími, þar til það tókst
að bjarga fleirum, og hafa flugvélarnar
nú í fimm ferðum bjargað öllum skip-
brotsmönnunum. Að eins einn maður
fórst, af þeim 90, sem þarna voru.
Það var hinn 13. febrúar s. 1., að leið-
angursmenn yfirgáfu skipið, og frá því
konum og börnum var bjargað, þar til
aðal-björgunarstarfið hófst, leið enn
langur tími, því dagana 10.—13. april,
tókst að bjarga öllum, sem verið höfðu
á skipinu. — Síðdegis hinn 13. apríl,
barst sú fregn um allan heim, að allir
frá Cheljuskin væru komnir á land.
Þessi björgun mun eins dæmi, bæði
vegna afreka þeirra, sem flugmennirnir
hafa unnið og eins vegna fyrirhyggju
foringja leiðangursins og yfirmanna
skipsins.
Eldgos í Vatnajökli.
Hinn 28. marz, hljóp Skeiðará; hafði
hún verið i miklum vexi undanfarna
daga og jökullinn tekið miklum breyting-
um.
Á föstudaginn langa, 30. marz byrjaði
gos í Vatnajökli, um kl. 10 um kvöldið,
eftir því sem menn bezt vita. Fréttin um
það barst út laugardagsmorgun hinn 31.
því þá um nóttina sáu menn, sem voru
á ferli í Reykjavík, bæði reykjarmökk
og leyftur í lofti. Eftir það fóru fréttir
að berast frá sjó og landi um gosið, sem
mun vera stórkostlegt mjög oghefursésl
úr flestum fjórðungum landsins. Laug-
ardagskveldið sást gosið greinileg frá
Reykjavik, Suðurlandsundirlendinu og
fjölda staða á landinu.
Gosstaðurinn var mönnum ókunnur,
en eftir miðunum, sem gerðar hafa verið,
mun hann vera nálægt gigaröðum þeim,
er mynduðust i Skaftáreldunum 1783.
Þegar færi gefst mun þetta verða rann-
sakað og hafa Danir þegar undirbúið
ferð um jökulinn og ætla að rannsaka
eldsumbrotin og umhverfi þeirra. Islend-
ingar hafa þó orðið fyrri til, þvíll.apríl
lögðu nokkrir menn, undir forustu Guð-
mundar Einarssonar frá Miðdal áleiðis
til gosstöðvanna, og hinn 12. barst hing-
að eftirfarandi fregn:
Lögðum af stað á miðvikudagsmorgun
með 3 fylgdarmenn og 5 hesta og vor-
um kl. 14Va nálægt jökulbrúninni í Gæsa-