Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 6
208 ÆGIft varps, er sent yrði stjórnarráðinu til að leggja fyrir næsta Alþingi. 2. fundur. Mánudag 3. desember 1917, var fundur haldinn á heimili Kristjáns Bergssonar og var mæltur, auk hinna fyr töldu, Geir Sigurðsson, sem var einn nefndarmanna. Kristján Bergsson las uppkast til nefndarálits til stjórnarráðs- ins og var það rætt. Geir Sigurðsson bar upp þá tillögn, að stjórnarráðinu væri skrifað og leitað hóf- anna, og var tillaga sú samþykkt og þá um kvöldið skrifað uppkast til þess bréfs, sem Magnús Magnússon tók að sér að vélrita. Frekari aðgerðir urðu ekki á fundin- um og var honum slitið kl. 8'/a e. h. Eftir þetta heyrðist ekkert um sigl- ingaráðið og Alþingi mun ekki hafa haft það á dagskrá. Eitthvað hefur það verið vakið upp 1923 og þá sem stéttafélag og sofnað, en hugmyndin 1917 í Ægi, var allt önnur, því þar var hún sú, að eitt- hvað kæmi hér i líkingu við Board of Trade. Á þetta er hér minnst til þess að benda á að hugmyndin er gömul oghefurbirzt á prenti mörgum árum áður en hafist var handa 1923 og var þá að einsbend- ing um að koma hér á fót einhverju, sem líktist hinni virðulegu stofnun, sem flestir, sem við sjó eiga, kannast við og nefnd er Board of Trade. Rvk, 6. október 1934. Sveinbjörn Egilson. Enskur togari »Mac Ley«, frá Grimsby, strandaði við Dalatanga við Seyðisfjörð hinn 29. þ. m. um kveldið. Mönnum var bjargað. Skarkoli. Skarkolinn er við alla Noregsströnd, en mestur er hann við norðurströndina, (Norðland, Troms og Finnmerkurfylki). Eigi er lengra síðan, en svo sem svarar 10 árum, að skarkolaveiði var, ef svo má nefna, tækifærisveiði, rekin af smá- bátum, annaðhvort með lóðum, netum, eða þá að kolinn var stunginn með kola- sting. Veiðin var tiltölulega litil og höfð til heimilisþarfa og seld á innlendum markaði. Dragnótaveiði var stunduð í Lofoten og þar í grend frá árinu 1908, en drag- nætur voru fáar, fyrst framan af, i sam- anburði við það, sem síðar varð. Árið 1919 var tala þeirra í Lofoten, um 25. Hinar fyrstu skýrslur um skarkola- veiði, eru frá 1908. og 1909 og á þeim árum voru aflabrögðin 400—500 tonn. Þetta má heita mikil veiði í samanburði við það, sem aflaðist allt fram að árinu 1922. Á því tímabili dró mjög úr skar- kolaveiði. 1910 var aflinn 394 tonn eða um 100 tonnum minni en á árinu á undan. Á árunum 1911 og 1912. dróenn úr aflanum og árið 1913 var afli að eins 231 tonn. 1914 jókst aflinn litið eitt (284 tonn), en á tveim næstu árum var hann líkur og á árinu 1913, áiið 1917 jókst hann aftur og varð lítið eitt yflr 300 tonn og á árunum 1918—22 aflaðist ár- lega milli 200 og 300 tonn. Árið 1924 byrjar nýtt timabil í sögu skarkolaveiðinnar. Á þessu ári, og að nokkru leyti á árunum 1922—1923 fundu menn fiskisæl kolamið, einkum við Finn- mörk. Siðar hafa fundist nýjar fiskislóð- ir, bæði við Tromsfylki og Lofoten. Skar- kolaveiðar hin 10 síðustu ár hafa sýnt að skarkolastofninn við hinar nyrðri strend- ur Noregs er slíkur, að enginn hefði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.