Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 4
206 ÆGIR Hiö nyja hús Fiskifélagsins. Fiskiþing, á undanförnum árum, hafa verið háð á eftirtöldum stöðum i Reykja- vík : Hið fyrsta þing i Good-Templara- húsinu 30. júni 1913 og þar fram að ár- inu 1919; var fundarstaður það ár á skrif- stofu Fiskifélagsins í Lækjargötu 4 og sömuleiðis árið 1921, en það var hið siðasta sumarþing. Hinn 13. febrúar 1922, kemur þingið enn saman á skrifstofu féiagsius, sem þá er ílutt í Eimskipafélagshúsið og er það hið fyrsta vetrarþing. Hinn 12. febrúar 1924 kemur það saman í Kaupþingssaln- um og varð hann fundasalur Fiski- þingsins, árin 1924, 1926, 1928 og 1932, en þingið 1930 var haldið i hinni svo- nefndu »Baðstofu« i Iðnaðarmannahús- inu i Lækjargötu 14. Fiskiþingið 1934 heldur fundi sina nú í fyrsta sinn í fundarsal hins nýja húss félagsins, »Höfn«. Mörg merk mál voru tekin fyrir á þinginu, en hér er ekki rúm til að telja þau upp, eigi heldur sam- þykktir þær, sem gerðar voru; kemur það allt í skýrslum, sem verið er að prenta ogverður þeim eins og að undanförnu útbýtt til æfifélaga, fiskifélagsdeilda og opinberra stofnana. Hinn 22. oktbr. að kveldi fór stjórnarkosning fram og hlutu kosningu : Forseti Krislján Bergs- son með 11 atkvæðum. Varaforseti Ól. Björns- son með 8 atkvæðum. Meðstjórnendur: Bjarni Sœmundsson með 12 at- kvæðum og Geir Sigurðs- son með 10 atkvæðum. Vara-meðstjórnendur: Jón ólajsson með 10 atkv. og Porsteinn Porsteinsson með 9 at- kvæðum. Fiskiþinginu var slitið hinn 24. oktbr. og hafði þá staðið yfir í 19 virka daga. Hið dularfulla botnvörpuskip. Hver er leyndardómur hins nýja botn- vörpuskips »Hampshire«, sem nýlega var hleypt af stokkunum og afhent eigend- unum, The Hampshire Steam Fishing Co. ? Þannig er spurt í septemberhefti Fishing News. Eigendur þegja um það og framkvæmdastjóri félagsins Mr. H. Markham Cook segist ekkert láta uppi, fyr en eftir fyrstu ferð skipsins til Bjarn- areyjar. Skipið lagði af stað í sína fyrstu ferð hinn 19. september, undir stjórn skipstjóra Petersens, Hið eina, sem menn hafa komist að er, að farmrúm er einangrað með að- ferð, sem ekki hefur áður þekkst,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.