Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 21

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 21
ÆGIR 223 Efnahagsreikningur 31. desember 1933. E i g n i r: í sjóði við árslok 1933 .......................................... kr. 12327 40 Húseignin, fasteignamat .............................................. — 110100 00 HúsgögD, borð og bekkir í kennslusal o. fl............................ — 6206 60 Bækur ................................................................ — 2859 79 Munir og áhöld fiskifræðings.......................................... — 2045 73 Munir og áhöld vélfræðings ........................................... — 860 02 »Ægir«, allt upplagið: 3013 eintök.................................... — 1506 00 Útgefnar bækur: a. Almanak fyrir ísl. sjómenn, upplagið: 1054 eintök............ — 100 00 b. Kennslubók í mótorfræði og viðauki ......................... — 2090 00 Útistandandi skuldir fyrir »Ægir« .................................... — 700 00 Samtals kr. 138795 54 Skuldir: Ógreitt af byggingarkostnaði o. fl. 31. desember 1933 .............. kr. 11612 51 Reykjavík, 7. febrúar 1934. Kristján Bergsson. Reikning pennan, ásamt fylgiskjölum, höfum við endurskoðað; ennfremur höfum við farið yfir bækur og skjöl, tilheyrandi reikninginum og talið sjóöinn og ekkert fundið athugavert. Reykjavík, 26. september 1934. Magnús Signrðsson. Brynjúlfur Björnsson. Aftakaveður af norðri, gekk yfir land allt, dagana 26. og 27. október. Olli það stórkostleg- um skemmdum á bátum, bryggjum og mörgu fleira. Vélbáturinn »Sigurður Pét- ursson« frá Siglufirði, mun hafa farist hinn 26 ; voru á honum fjórir menn. Norska flutningaskipið »Kongshaug« rak á land á Siglufirði, hlaðið síld, sömu- leiðis línuveiðarinn »Bjarki«. Fjöldi bryggja brotnaði og flóðöldur tvær gerðu stórtjón á götum, mannvirkjum, vörum í búðum, húsgögnum og matvælum. Mik- ið tjón varð og á Siglunesi, Þórshöfn á Langanesi og fram raeð öllu Norður- landi, mun óhætt að segja. Auk þessa mun fé viða hafa farið í sjóinn og fennt, því rokinu fylgdi fannkoma víðast hvar. Laugardaginn 27. fóru 3 menn frá Flateyri út á svokölluð »Björg« að leiía kinda; er það utan við Sauðanes. Nokkru síðar fór fjórði maður sömu leið, en þeg- ar hann kom út að Sauðanesi, sá hann að snjóflóð hafði hrunið úr fjallinu og hlaupið á sjó út. Höfðu hinir þrír orð- ið fyrir því og látið þar lífið. Þeir hétu : Bjarni Guðmundsson, Gunn- ar Benediktsson og Ásgeir Kristjánsson, allt ungir menn og sagðir afsamaheim- ili.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.