Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1934, Blaðsíða 12
214 ÆGIR Isfisksala erlendis. Eftirfarandi grein hefur Ægi borist og í henni kemur sama álit fram og í bréfi því sem birt var i Ægi nr. 9 þ á. bls. 190 sem E. L Salomonson í London skrifaði, þar sem hann bendir á, að æski- legt væri, að Islendingar vildu rejrna að koma skipulagi á fisksendingar sínar eins og önnur Norðurlönd hafa gert, svo nýr fiskur þeirra væri ávallt til á enskum markaði, sem sérstök vörutegund, þvi menn vilja fisk frá íslandi. Um útflutning á bátafiski. Þar sem búast má við, að í vöxt fari bér eftir, að togarar og önnur skip kaupi allan þann fisk, sem fáanlegur er, utan vertíðar til útflutnings til Englands, ber fullkomin nauðsyn til að reyna að ein- hverju leyti að sporna við þvi að mörg skip með mikinn fisk lendi á sama markaðsdegi, sjálfum sér og öðrum til stórskaða. Það er illt fyrir þá, sem kaupa d^'ran fisk að demba 4—500 tonnum á sama daginn, en svo eru jafnvel 3 dag- ar öðru — eða beggja megin við þenn- an dag, sem enginn fiskur kemur frá Islandi. Eg hef verið að velta þvi fyrir mér, hvernig ráða mætti bót á þessu, en að skipuleggja fyrirfram, eða ráða vissu skipi á vissan dag, tel ég ógerning, vegna þess að skipin fá mismunandi mikinn fisk á mismunandi stöðum, sjóveður og sjósókn bátanna mjög misjöfn, allt eftir þvi hvar er á landinu. Nú kem ég að hugmynd minni, sem er í stuttu máli þessi: Þau skip sem bátafisk taka á höfnum úti um land, hvort heldur eru togarar eða önnur skip, skulu á hverjum degi senda Fiskifélag- inu símskeyti, þar sem tilgreint sé, hve mikinn fisk þau hafi fengið alls í skipið. Nú er óhætt að reikna með að skip, frá því þau fara af stað til Englands, þang- að til þau selja fiskinn, séu, af Vestfjörð- um 6 daga, 5 daga að norðan og úr Faxaflóa, en ekki nema 4 daga af Aust- fjörðum. Þessi skip, sem þannig eru dreifð, geta mjög lítið vitað hvort um annað. — En Fiskifélagið vitandi um skip, ætti því að hafa Ieyfi og fram- kvæmdarvald til að dreifa þeim, ef liti út fyrir, að þau myndu lenda í þvögu, — eftir því sem þau væru langt komin að fá fullfermi, eða nógu mikið til þess að flytja út. Hér hef ég talað um bátafiskinn, en ekkert sé ég á móti þvi að taka mætti tillit til þeirra skipa sem sjálf fiska, þar sem útgerðarskrifstofurnar vita oftast hvað þeim iíður, eða gætu vitað. Nú vilja auðvitað allir, sem yfir þess- um skipum ráða, eða farmi þeirra, helzt ekki lenda hver með öðrum, þess vegna geri ég ráð fyrir, að þeir myndu sætta sig við íhlutun Fiskifélagsins, sem ætti að vera hagsvon hverjum aðilja, ef það færi vel úr hendi. Hitt er vist, eða minnsta kosti mjög sennilegt, að verði ekkert aðgert, setur enska stjórnin, fyrir atbeina útgerðar- manna, einhverjar reglur eða takmörk fyrir því, hve miklu megi landa á ein- um degi, af íslenzkum fiski. Liklegt þykir mér, að þá væri ekki hægara um vik. 20. sept. 1934. Jón Sigurðsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.